Viðskipti erlent

Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. AP/Marcio Jose Sanchez

Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í ársfjórðungskýrslu Facebook þar sem segir að fyrirtækið reikni með að þurfa að greiða allt að fimm milljarða dollara, um 600 milljarða króna, í sektir vegna rannsókna bandaríska yfirvalda á starfsemi fyrirtækisins.

Facebook hefur átt undir högg að sækja fyrir slælega frammistöðu í persónuverndarmálum og komið hefur í ljós að upplýsingum um notendur Facebook hefur verið deilt víða og í ýmsum tilgangi, þar á meðal til stórfyrirtækja.

Í skýrslunni kemur fram að notendur Facebook um heim allan sé orðnir 2,4 milljarðar og fjölgar þeim um átta prósent á mánaðargrundvelli.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.