Fleiri fréttir

Írland fyrsta evrulandið sem verður kreppunni að bráð

Írland er fyrsta evrulandið sem verður kreppunni að bráð en landsframleiðsla þess dróst saman tvo ársfjórðunga í röð. Talið er að fleiri Evrópulönd muni fylgja í kjölfarið þegar tölur birtast um landsframleiðslu þeirra á þriðja ársfjórðungi.

Enn einn stór skellur fyrir norska olíusjóðinn

Gjaldþrot bandaríska bankans Washington Mutual (WaMU) þýðir enn einn stóran skell fyrir norska olíusjóðinn. Samkvæmt frétt á vefnum E24.no átti olíusjóðurinn um 8 milljarða nkr. bundna í WaMu eða sem svarar til 136 milljarða kr.

Evrópskir markaðir opna í mínus

Fréttir af tilraun íhaldssamra repúblíkana til að sökkva björgunaraðgerð Henry Paulson veldur hlutabréfalækkun í Evrópu

Seðlabankar útvíkka björgunaraðgerðir sínar

Stærstu seðlabankar heimsins útvíkkuðu björgunaraðgerðir sínar fyrir fjármálamarkaði heimsins í dag með því að dæla milljörðum dollara í markaðina. Er þetta í þriðja sinn á einni viku sem slíkt gerist.

Tap á rekstri JJB Sports og enginn arður greiddur

Tap varð á rekstri JJB Sports í Bretlandi á fyrri helmingi uppgjörsársins. Nam tapið um 45 milljónum kr. og verður enginn arður greiddur til hluthafa af þeim sökum. Exista á um 14% í félaginu.

Washington-Mutual-bankinn er gjaldþrota

Washington-Mutual-bankinn er gjaldþrota og hafa bandarísk stjórnvöld yfirtekið bankann og selt stærstan hluta hans JP Morgan Chase-bankanum.

Samkomulag um björgunarhringinn í burðarliðnum

Demókratar og repúblíkanar á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi um milljarða frumvarp til að bjarga bágstöddum fjármálafyrirtækjum í efnahagskreppunni í Bandaríkjunum. Talið er að það fari í gegnum þingið á næstu dögum.

Wall Street opnar í plús

Kauphallir á Wall Street opnuðu í plús í dag og er ástæðan sú að bjartsýni hefur aukist meðal fjárfesta á að björgunaraðgerðir Bandaríkjastjórnar verði samþykktar fyrr en síðar.

Eftirlit með skuldatryggingum í athugun vestanhafs

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur nú í hyggju að setja reglur yfir markað með skuldatryggingar. Eftirlitsaðilar að skuldatryggingar séu jafnvel viðkvæmari fyrir því að vera nýttar í vafasömum tilgangi en skortsala.

Óvæntur halli á japönskum vöruskiptum

Halli var á vöruskiptum upp á 324 milljarða jena í Japan í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Niðurstöðurnar komu mjög á óvart en þykja vísbendingar um að harðna muni í ári í landi hinnar rísandi sólar á næstu misserum.

Flugrekstrarleyfi Alitalia í hættu

Svo getur farið að punkturinn verði settur aftan við sögu ítalska flugfélagsins Alitalia í dag en ítölsk flugmálayfirvöld hótuðu í dag að fella flugrekstrarleyfi félagsins niður skili stjórnendur þess ekki nýrri rekstraráætlun í lok dags.

Taprekstur Moss Bros eykst og forstjórinn hættir strax

Taprekstur fatakeðjunnar Moss Bros hefur færst í aukana á seinni helming ársins og veldúr það því að forstjórinn Rowland Gee mun láta strax af störfum. Áður hafði komið fram að Gee myndi starfa sem forstjóri fram í febrúar á næsta ári.

Faðir Netsins boðar nýtt IP-tölukerfi

Maðurinn sem nefndur hefur verið faðir Netsins varar nú við því að svokallaðar IP-tölur séu farnar að verða af skornum skammti og taka þurfi upp nýtt kerfi.

Óvissa með bandaríska björgunarhringinn

Hlutabréfavísitölur enduðu beggja vegna núllsins á fjármálamörkuðum vestanhafs í dag en fjárfestar eru enn tvístígandi hvort bandarískir þingmenn muni samþykkja björgunaráætlun bandarískra stjórnvalda.

Bjartsýni eftir nýjustu kaup Buffetts

Bandarískur hlutabréfamarkaður opnaði í plús í dag. Erlendir fjölmiðlar segja tilkynningu Goldman Sachs um kaup Berkshire Hathaway, fjárfestingafélagsins sem bandaríski auðjöfurinn Warren Buffett hefur stýrt með glans í rúm fjörutíu ár, skýra hækkunina að langmestu leyti.

Seðlabanki Bandaríkjanna hjálpar Norðurlöndunum

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gert tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Ástralíu sem veitir bönkunum aðgang að 30 milljörðum dollara ef nauðsyn krefur.

Spiluðu póker með líf og dauða Nyhedsavisen til síðustu stundar

Íslenskar milljónir, undirferli, Mecom-stjórinn David Montgomery, kínverskur auðmaður og gömul Opel Corsa bifreið með bilaðan hljóðkút. Þetta eru höfuðatriðin í frásögn Jyllands-Posten um pókerinn sem spilaður var um líf og dauða Nyhedsavisen til síðustu stundar útgáfunnar.

Lehman Brothers og fleiri sæta rannsókn FBI

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvort nokkrar stórar fjármálastofnanir vestan hafs hafi orðið uppvísar að skuldabréfamisferli í kreppunni sem riðið hefur yfir fjármálaheiminn.

Þingmenn efast um björgunaraðgerðirnar

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en fjárfestar þykja sjá vísbendingar þess efnis að björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda til að sveigja framhjá samdráttarskeiði vestanhafs muni ekki hljóta brautargengi hjá bandarískum þingheimi.

Paulson og Bernanke: Nauðsynlegt að grípa til aðgerða

„Björgunaraðgerðir stjórnvalda munu kosta bandaríska skattgreiðendur mun minna en eftir ekkert hefði verið gert,“ sagði Henry Paulson, fjármálaráðherra í þingvitnaleiðslu fyrir bankamálanefnd bandaríska þingsins í dag. Þar gerði hann grein fyrir verðfalli á fjármálamörkuðum og þrengingum á fasteignamarkaði vestra ásamt Ben Bernanke, seðlabankastjóra landsins og Christopher Cox, forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins.

Wall Street opnar í plús

Kauphallir á Wall Street opnuðu í plús í dag. Dow Jones vísitalan hefur hækkað um 1% og Nasdaq um 1,3% þegar klukkutími er liðinn frá opnun viðskipta.

Bernanke segir þingmönnum að bretta upp ermarnar

Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna sagði fjárlaganefnd bandaríska þingsins að ekkert væri mikilvægari í dag en að björgunaraðgerðir sem fjármálaráðherra landsins hefur lagt til yrðu samþykktar strax.

Tveggja milljarða viðbótarútgáfa krónubréfa hjá KfW

Þýski þróunarbankinn KfW, sem er næststærsti krónubréfaútgefandinn til þessa, tilkynnti í gær um 2 milljarða króna viðbótarútgáfu í flokk krónubréfa sem er á gjalddaga 15. júlí 2010, segir í tilkynningu frá Greiningu Glitnis.

Dregur úr atvinnuleysi í Póllandi

Atvinnuleysi í Póllandi mældist 9,3 prósent í síðasta mánuði og hefur því dregist saman um 0,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum pólsku hagstofunnar.

Kaupþing niður í Svíþjóð

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi, sem skráð eru á markað í Stokkhólmi í Svíþjóð, hefur lækkað um 0,47 prósent í dag. Fall á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær smitaði út frá sér um allan heim í dag.

Bréf lækkuðu í Hong Kong

Hlutabréf í Hong Kong lækkuðu um 2,7 prósent í morgun vegna efasemda um að björgunaráætlanir Bandaríkjastjórnar í efnahagsmálum muni ganga sem skyldi.

Mikill skellur á Wall Street

Helstu hlutabréfavísitölur féllu verulega á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Skellurinn skýrist af hagnaðartöku fjárfesta eftir mikla hækkun vestanhafs á föstudag auk þess sem þeir festu fjármuni sína í tryggu skjóli, svo sem í gulli, olíu og annarri hrávöru.

Olíutunnan aldrei hækkað meira

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur aldrei hækkað jafn mikið og í dag en hráolíutunnan hækkaði um 25 dali eða 21% í heildina en verð á hráolíu fór í 130 dollara á tunnu.

Sjá næstu 50 fréttir