Viðskipti erlent

Norski seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Norski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 5,75%. Er þetta í samræmi við væntingar sérfræðinga í Noregi.

Meðal þeirra sem tjá sig um ákvörðunina er Elisabeth Holvik aðalhægfræðingur Glitnis í Noregi. Hún segir í samtali við vefsíðuna E24 að eitt af aðalatriðinum við að halda stýrivöxtum óbreyttum nú, þrátt fyrir mikla verðbólgu, sé að vextir á fjármálamarkaðinum fari hækkandi. Slíkt komi niður á bæði fyrirtækjum og heimilum.

Þar að auki bendir Elisabeth á að efnahagur á alþjóðavísu hafi veikst og slík hafi einnig áhrif á Noregi.

Það kom fram í tilkynningu Norska seðlabankans að óróinn á fjármálamörkuðum heimsins hafi skapað mikið óöryggi. Ekki sé gott að spá í framtíðina við þær aðstæður og því mikilvægt að halda stýrivöxtum óbreyttum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×