Viðskipti erlent

Wall Street opnar í plús

Kauphallir á Wall Street opnuðu í plús í dag og er ástæðan sú að bjartsýni hefur aukist meðal fjárfesta á að björgunaraðgerðir Bandaríkjastjórnar verði samþykktar fyrr en síðar.

Dow Jones vísitalan hefur hækkað um 0,7% á fyrsta klukkutímanum, Nasdaq hefur hækkað um 0,6% og Standard & Poor´s um 0,6%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×