Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu aftur komið í niðursveiflu

Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur komið í niðursveiflu eftir nokkrar hækkanir fyrr í morgun.

Hráolía til afhendingar í nóvember er nú í tæplega 104 dollurum tunnan á markaðinum í New York. Í morgun fór verðið hæst í 106.60 dollara.

Í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni segir að útlit fyrir minnkandi eftirspurn valdi þessu. Það er einnig nefnt til sögunnar að fellibyljatímabilið á Karabíska hafinu er nú að baki og því líklegt að slíkt trufli ekki olíuvinnsluna á Mexíkó-flóa það sem eftir er ársins.

Minnkandi eftirspurn er vegna þess að olíubirgðir í Bandaríkjunum minnkuðu minna en spáð var eða um 1,5 milljónir tunna m.v. spá upp á 2,5 milljónir tunna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×