Viðskipti erlent

Enn einn stór skellur fyrir norska olíusjóðinn

Gjaldþrot bandaríska bankans Washington Mutual (WaMU) þýðir enn einn stóran skell fyrir norska olíusjóðinn. Samkvæmt frétt á vefnum E24.no átti olíusjóðurinn um 8 milljarða nkr. bundna í WaMu eða sem svarar til 136 milljarða kr.

Þrotabú WaMU hefur nú verið selt til JP Morgan fyrir nokkrar krónur og starfsemi hans heldur áfram óbreytt. Hinsvegar er mikil óvissa meðal kröfuhafa í þrotabúið um hvort þeir fái nokkuð greitt og þá hvenær.

Samkvæmt E24.no lá norski olíusjóðurinn með skuldabréf bundin í fasteignalánum upp á tæplega 8 milljarða nkr. og hlutabréf upp á 168 milljónir nkr.

Hlutabréfin eru alfarið tapað fé en það er ekki víst hve miklum fjárhæðum sjóðurinn tapar á skuldabréfunum.

Forráðamenn sjóðsins vildu alls ekkert tjá sig um þetta mál í gærdag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×