Viðskipti erlent

Evrópskir markaðir opna í mínus

Bandarískir fjölmiðlars segja fjármálaráðherra Bandaríkjanna hafa kropið á kné sér fyrir framan Nancy Pelosi
Bandarískir fjölmiðlars segja fjármálaráðherra Bandaríkjanna hafa kropið á kné sér fyrir framan Nancy Pelosi MYND/AFP

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og Japan hafa lækkað mikið í morgun, en DAX hlutabréfavísitalan í Þýskalandi hefur lækkað um 1,4 prósent frá opnun, franska CAC vísitalan hefur lækkað um 1,2 prósent og Nikkei vísitalan lækkaði um 0,94 prósent.

Ástæður lækkunarinnar eru taldar fréttir af því að 700 milljarða dala björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda virðist hafa strandað á andstöðu íhaldssamra afla innan Repúblíkanaflokksins. Óvíst er nú um afdrif aðgerðanna, en ólíklegt er þó annað en að þær komist í gegn um þingið, þó það kunni að taka nokkurn tíma, því demokratar, sem styðja aðgerðirnar eftir að stjórnvöld sættust á mikilvægar breytingar, og hófsamir repúblíkanar eru þeim fylgjandi.

Bandarísk stjórnvöld eru sögð hafa miklar áhyggjur af ástandinu og afdrifum björgunaraðgerðiarnnar, sérstaklega í ljósi þess að Washington Mutual, áttundi stærsti banki Bandaríkjanna var lýstur gjaldþrota í gær kvöld. Óttast er að frestun björgunaraðgerðanna kunni að hafa enn frekari alvarlegar afleiðingar. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hafi í gær grátbeðið leiðtoga demokrata að sjá til þess að aðgerðirnar strönduðu ekki, og jafnvel kropið á kné fyrir framan Nancy Pelosi, þingforseta neðri deildar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×