Viðskipti erlent

Danmörk er minnst spillta landið - Ísland í sjötta sæti

Spilling er minnst í Danmörku af löndum heimsins en Ísland er í sjötta sæti á listanum. Það eru samtökin Transparency International sem gefa út listann yfir spillingu í heiminum einu sinni á ári.

Norrænu þjóðirnar eru í fyrstu sætunum á listanum, Finnland er í öðru sæti, síðan kemur Nýja Sjáland þá Singapore og Svíþjóð skipar fimmta sætið. Noregur er svo í níunda sæti.

Mesta spillingin er í Sómalíu, Burma og Írak en þessar þjóðir skipa þrjú neðstu sætin af alls 180 þjóðum á listanum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×