Viðskipti erlent

Olíutunnan aldrei hækkað meira

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur aldrei hækkað jafn mikið og í dag en hráolíutunnan hækkaði um 25 dali eða 21% í heildina en verð á hráolíu fór í 130 dollara á tunnu.

Hækkunina má að mestu eða öllu leyti rekja til kostnaðarsamra björgunaraðgerða bandarískra stjórnvalda undanfarna daga. Aðgerðirnar eru taldar hafa kostað 700 milljarði dali.

Vonast var til þess að aðgerðirnar myndu leiða til aukinna umsvifa í hagkerfinu og um leið til frekari eftirspurnar eftir olíu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×