Viðskipti erlent

Repúblikanar höfnuðu björgunarsjóðnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Áætlanir Bandaríkjastjórnar um að koma á fót 700 milljarða dollara sjóði til að rétta efnahag landsins af eru farnar út um þúfur.

Þingmenn Repúblikanaflokksins höfnuðu tillögum stjórnarinnar og sigldi málið endanlega í strand á fundi með Bush forseta síðdegis í gær. Um tíma leit út fyrir að tækist að landa málinu en niðurstaða fundarins varð að lokum sú að farist hefði fyrir að semja um ýmis grundvallarskilyrði fjárveitingarinnar sem myndi skapa fleiri vandamál en hún leysti.

Bandarískur almenningur tók tíðindunum ekki þegjandi og hljóðalaust og fylltust tölvupósthólf þingmanna Repúblikanaflokksins af skeytum þar sem kjósendur ýmist helltu úr skálum reiði sinnar eða lýstu vonbrigðum sínum yfir aðgerðaleysi þingsins á tímum kreppu, atvinnuleysis og almenns glundroða á fjármálamörkuðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×