Fleiri fréttir

Sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum

Sveiflur hafa verið á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag eftir mikla uppsveiflu á föstudag í kjölfar viðamikilla aðgerða bandarískra stjórnvalda til að koma í veg fyrir áframhaldandi hremmingar á mörkuðum.

Erlendir bankar fá aðgang að björgunarsjóðnum

Erlendir bankar munu fá aðgang að sjóðnum sem bandarísk yfirvöld hafa komið á laggirnar til þess að taka við eignum sem eru orðnar verðlausar eftir fall á bandaríska fasteignalánamarkaðnum. Fyrir bandaríska þinginu liggur nú fyrir tillaga fjármálaráðherranum Henry Paulson um að allt að 700 milljarðar bandaríkjadala verði settir í sjóðinn.

Vogunarsjóðir í mál við breska fjármálaeftirlitið

Vogunarsjóðir víða um heim hyggjast nú lögsækja breska fjármálaeftirlitið og krefjast bóta vegna þeirra tjóns sem þeir hafa orðið fyrir eftir að bann var sett á skortsölur í Bretlandi í síðustu viku.

Barclays fær grænt ljós á kaupin á Lehman

Dómstóll í New York hefur fallist á beiðni Barclays banka um að fá að kaupa hluta af Lehman Brothers bankanum sem varð gjaldþrota á dögunum. Tilboð Barclays hljóðar upp á 1,3 millarða bandaríkjadala.

Mikil hækkun á Wall Street

Fjárfestar í Bandaríkjunum tóku fagnandi stórtækum björgunaraðgerðum bandaríska ríkisins sem tilkynntar voru í dag og felast í því að sérstakur sjóður verði settur á laggirnar sem tekur við öllum - eða velflestum - eignum bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem eru orðnar næsta verðlausar og illseljanlegar eftir fall á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Moody´s breytir horfum fyrir langtímaskuldir FIH í neikvæðar

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's tilkynnti í dag að það hefði breytt horfum fyrir langtímaskuldir FIH Erhvervsbank, dótturfyrirtæki Kaupþings í Danmörku, í neikvæðar en þær voru áður stöðugar. Horfur fyrir skammtímaskuldir eru stöðugar.

New York ríki hefur rannsókn á skortsölu

Andrew Cuomo dómsmálaráðherra New York ríkis hefur sett af stað rannsókn á því hvort verðbréfasalar hafi notað ólöglegar aðferðir við að keyra niður verð á hlutabréfum í nokkrum félögum á Wall Street með skortsöslu.

„Nauðsynlegar aðgerðir,“ segir Bush

„Þær stundir hafa komið upp í bandarískri sögu að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Sú stund er runnin upp,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu að loknum fundi með Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, Christopher Cox, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og fleirum.

Fjármálafyrirtækin rjúka upp á Wall Street

Gengi hlutabréfa í hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Me og Freddie Mac sem enn eru í eigu almennra fjárfesta ruku upp um tæp hundrað prósent við upphaf viðskipta á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag.

Microsoft rekur Seinfeld

Auglýsingaherferð tölvurisans Microsoft með gamanleikaranum Jerry Seinfeld hefur ekki borið árangur og því er Microsoft búið að reka Seinfeld úr starfinu eftir aðeins þrjár auglýsingar. Herferðin heldur áfram en með öðru frægu fólki í brúnni.

Viðskiptin í kauphöllum í Moskvu aftur stöðvuð

Viðskiptin í kauphöllum í Moskvu voru aftur stöðvuð í morgun, fjórða daginn í röð. Ástæðan núna er hinsvegar að vísitölurnar hækkuð of mikið en áður voru viðskiptin ítrekað stoppuð vegna hruns á verði hlutabréfa.

Evrópskir seðlabankar dæla fé inn á markaði

Seðlabankar á meginlandi Evrópu ákváðu í dag að veita rúmum 60 milljörðum evra, jafnvirði um 8.400 milljarða íslenskra króna, inn í fjármálakerfið til að hífa upp væntingar, blása lífi í millibankalánamarkaðinn og koma í veg fyrir frekari hremmingar á mörkuðum.

Mikil uppsveifla á mörkuðum um allan heim

Fjármálamarkaðir um allan heim hafa verið í mikilli uppsveiflu í gærkvöldi, nótt og morgun. Sömu sögu er að segja í London, Moskvu og Sjanghæ og ástæðan er einkum aðgerðir í Bandaríkjunum.

Kaupþing hækkar um 8% í Svíþjóð

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi, sem skráð eru í kauphöllina í Svíþjóð, hefur hækkað um tæp átta prósent í dag. Gengi bréfa í Storebrand og Sampo, sem Kaupþing og Exista eiga stóra hluti í, hefur hækkað um tæp tíu prósent. Þetta er í takti við mikla jákvæðni á erlendum hlutabréfamörkuðum eftir fulltrúar Bandaríkjaþings, fjármálaráðherra landsins og seðlabankastjóra, ákváðu í gær að að stofna sérstakan sjóð til að kaupa undirmálslán af bankakerfinu.

Asíumarkaðir rjúka upp

Töluverðar hækkanir urðu á Asíumörkuðum í morgun í kjölfar frétta um væntanlega aðgerðaáætlun Bandaríkjaþings. Þannig hækkaði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um 7 prósent, japönsk hlutabréf hækkuðu um 3,1 prósent og áströlsk um 4 prósent. Einnig urðu hækkanir í Taívan, Suður-Kóreu og Singapúr og Shanghai-vísitalan rauk upp um rúm 9 prósent.

Inngrip ríkisins hindra hremmingar

Aðgerðir bandarískra stjórnvalda og seðlabanka heimsins hafa komið í veg fyrir alvarlegar hremmingar á fjármálamörkuðu. Þetta sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið fí Washington fyrir nokkrum mínútum.

Sæmileg stemning á Wall Street

Sameiginlegt inngrip seðlabanka víða um heim til að koma í veg fyrir frekari hremmingar á fjármálamörkuðum hafa glatt fjárfesta, ef marka má fyrstu tölur á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag.

DeCode-bréfin skjótast upp

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, stökk upp um 16,7 prósent við upphaf viðskiptadagsins á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í félaginu féll um sextán prósent í gær og endaði í 42 sentum á hlut.

Kaupþing segir upp norskum starfsmönnum í Luxemborg

Kaupþing hefur sagt upp tveimur norskum starfsmönnum sínum í Luxemborg og sá þriðji hefur látið af störfum að eigin ósk. Jónas Sigurgeirsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings segir uppsagnirnar eðlilegar í ljósi aðstæðna á markaðinum þessa stundina.

Björgunaraðgerð seðlabankanna ber árangur

Hin risavaxna björgunaraðgerð stærstu seðlabanka heimsins virðist hafa borið góðan árangurinn. Mikill viðsnúningur varð undir lokin á mörkuðum í Asíu í nótt og í morgun hafa kauphallir í Evrópu opnað í plús.

Önnur stór bensínlækkun í Danmörku á morgun

Á morgun, föstudag, mun bensín aftur lækka umtalsvert í Danmörku. Bensínlíterinn lækkaði um tæpar 9 kr. í gær og á morgun ætlar Shell að lækka bensínlítran um tæpar 6 kr. í viðbót.

Kauphallarviðskipti aftur í gang á morgun í Rússlandi

Kauphallarviðskipti munu fara aftur í gang í Rússlandi á morgun en þau munu að stórum hluta liggja niðri í dag. Tveimur helstu kauphöllum landsins var lokað í gær sökum þess að fjármálamarkaðurinn þar hrundi.

Tilboð í Alitalia hangir á bláþræði

Hópur ítalskra fjárfesta, sem í síðustu viku lagði fram tilboði í ítalska flugfélagið Alitalia, hefur þrýst verulega á forsvarsmenn ítalskra verkalýðsfélaga og hefur hann gefið þeim frest til klukkan tvö í síðasta lagi að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á einn milljarð evra, rúma 133 milljarða íslenskra króna. Dragist á langinn að taka ákvörðun í málinu ætla fjárfestarnir að draga tilboðinu til baka.

Verðfall á Asíumörkuðum

Verðfall varð á asískum hlutabréfamörkuðum í morgun í kjölfar mikillar lækkunar á hlutabréfum vestanhafs í gær og neyðarláns Bandaríkjastjórnar til tryggingarisans AIG en lánið hefur ýtt undir áhyggjur fjárfesta af ástandi fjármálamarkaða.

Lloyds- og HBOS-bankarnir sameinast

Stjórnir tveggja stórra banka í Bretlandi hafa samþykkt samruna bankanna. Hér er um að ræða Lloyds og HBOS sem er móðurfélag Halifax-bankans og Skotlandsbanka.

Bandarískir fjárfestar skelfingu lostnir

Björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda á bandaríska tryggingarisanum AIG olli miklum taugatitringi í röðum fjárfesta þar í landi í dag. Óttast þeir að fjöldi fjármálafyrirtækja standi illa og muni falla undir gjaldþrotahamarinn á næstunni.

DeCode í nýjum lægðum

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll enn á ný í dag, í þetta sinn um heil sextán prósent, á afar svörtum degi í bandarískum fjármálalífi.

Starfsmenn Lehman í London fá útborgað

Allir starfsmenn evrópudeildar Lehman Brothers fá launin sín fyrir septembermánuð greidd að fullu. Það er skiptaráðandinn, PricewaterhouseCoopers, sem mun sjá til þess. Starfsmenn Lehman Brothers í London eru 4500 að tölu.

Bandaríkjastjórn hefur áhyggjur af fleiri félögum

Bandaríkjastjórn hefur áhyggjur af því að fleiri stór fyrirtæki í landinu lendi í erfiðleikum og því hefur fjármálaráðuneyti landsins hafið vinnu sem miðar að því að koma í veg fyrir það.

Örvænting á bandaríska peningamarkaðinum

Örvænting ríkir nú á bandaríska peningamarkaðinum eftir að vextir á þriggja mánaða ríkisskuldabréfum þar lækkuðu um 45 púnkta niður í 0,23%. Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar hafa vextirnir ekki verið lægri síðan 1954.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sér engan enda á kreppunni

Dominique Strauss-Khan forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að hann sjái engan enda á þeirri fjármálakreppu sem nú ríkir í heiminum. Og bætir því við að fleiri fjármálarisar á heimsvísu muni glíma við vandamál á næstu mánuðum.

Fjárfestar meta hræringar í fjármálaheiminum

Nokkur óvissa ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í dag eftir mikið rót víða um heim. Breska ríkisútvarpið segir fjárfesta vera nú um stundir að meta áhrifin af mikilli uppstokkun í bandarískum fjármálageira í vikunni og innspýtingar seðlabanka beggja vegna Atlantsála í fjármálakerfið.

Baugur selur Julian Graves

Baugur hefur selt bresku heilsuvöruverslanakeðjuna Julian Graves. Kaupandinn er NBTY Europe Limited, móðurfyrirtæki heilsukeðjunnar Holland & Barret. Framkvæmdastjóri Holland & Barret segir í viðtali við breska blaðið The Birmingham Post að spennandi áfanga hafi verið náð en fram að þessu hafi Julian Graves verið aðal keppinauturinn á markaði fyrir heilsuvörur í Bretlandi.

Sjá næstu 50 fréttir