Viðskipti erlent

Lehman Brothers og fleiri sæta rannsókn FBI

MYND/Retuers

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvort nokkrar stórar fjármálastofnanir vestan hafs hafi orðið uppvísar að skuldabréfamisferli í kreppunni sem riðið hefur yfir fjármálaheiminn.

Frá þessu greina erlendir miðlar og segja sjónum lögreglunnar beint að Lehman Brothers bankanum sem varð gjaldþrota á dögunum, íbúðalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac og tryggingarisanum AIG en bandarísk stjórnvöld komu þremur þeim síðastnefndu til aðstoðar. Þá herma fregnir að stjórnendur þessara fyrirtækja sæti einnig rannsókn.

FBI hefur frá því að undirmálslánakreppann skall á í Bandaríkjunum í fyrra rannsakað fjármálamarkaðinn, meðal annars hvernig skuldabréf vegna áhættumikilla undirmálslána voru seld. Þá er einnig rannsakað hvort stjórnendur þessara stóru fyrirtækja hafi logið til um styrk fyrirtækja sinna. Enn eru 20 önnur stór fjármálafyrirtæki til rannsóknar hjá FBI.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×