Viðskipti erlent

Lækkun á Asíumörkuðum fjórða daginn í röð

Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu fjórða daginn í röð í kjölfar frétta um að ekkert yrði af björgunarsjóði Bandaríkjastjórnar auk Washington-Mutual gjaldþrotsins.

Japanska Nikkei-vísitalan lækkaði um 1,4 prósent, Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um rétt rúm tvö prósent en kóreska KOSPI-vísitalan mjakaðist upp á við og hækkaði um 0,4 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×