Viðskipti erlent

Eftirlit með skuldatryggingum í athugun vestanhafs

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur nú í hyggju að setja reglur yfir markað með skuldatryggingar. Eftirlitsaðilar að skuldatryggingar séu jafnvel viðkvæmari fyrir því að vera nýttar í vafasömum tilgangi en skortsala.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að tryggingarnar voru upphaflega hannaðar til að vernda banka gegn útlánatapi en eru taldar hafa hrundið af stað verðfalli á hlutum í fjármálafyrirtækjum á Wall Street og þar með flýtt fyrir gjaldþroti Lehman Brothers og yfirtöku bandaríska ríkisins á AIG fyrir skömmu.

Hækkun á skuldatryggingum fyrirtækjanna þrýsti niður hlutabréfaverði þeirra, rýrði fjármagn þeirra og leiddi til þess að matsfyrirtæki íhuguðu að lækka lánshæfismat sitt á viðkomandi fyrirtækjum. Áhyggjur af stöðu fyrirtækjanna urðu þannig mjög ýktar og úr takti við raunverulega stöðu þeirra.

Líkt og í þeim tilfellum þar sem skortstöðum er beitt til að veðja á fall hlutabréfaverðs er hægt að beita skuldatryggingum til að veðja á hrun fyrirtækja og um leið hraða mögulega þeirri þróun. Ýmsir markaðsaðilar vestra telja að skuldatryggingarnar lifi nú sjálfstæðu lífi og endurspegli ekki stöðu skuldara eins og ætlast var til í upphafi.

Sömuleiðis hefur skuldatryggingaálag á þau fyrirtæki sem orðið hafa gjaldþrota í Bandaríkjunum sjaldnast endurspeglað það sem koma skyldi nema rétt allra síðustu dagana fyrir hrun þeirra








Fleiri fréttir

Sjá meira


×