Viðskipti erlent

Bush þrýstir á þingið að samþykkja 700 milljarðana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bush Bandaríkjaforseti leggur mikla áherslu á að bandaríska þingið samþykki 700 milljarða dollara fjárveitingu til björgunar hagkerfinu ef leysa eigi fjármálakreppuna sem nú hrjáir bandarískan almenning og fyrirtæki.

Bush ávarpaði þjóðina í sjónvarpi í gær og ræddi efnahagsvandann þar í löngu máli. Telur forsetinn mikilvægt að vekja traust manna á fjármálamarkaðnum á nýjan leik og þótt ríkisstjórnin ætti alla jafna ekki að skipta sér af þessum vettvangi væri það brýnt nú.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×