Viðskipti erlent

Wall Street opnar í plús

Kauphallir á Wall Street opnuðu í plús í dag. Dow Jones vísitalan hefur hækkað um 1% og Nasdaq um 1,3% þegar klukkutími er liðinn frá opnun viðskipta.

Eins og kunnugt er af fréttum voru miklar lækkanir á Wall Street í gær en þar er talið að um stöðutöku hafi verið að ræða að stórum hluta eftir gífurlega uppsveiflu á föstudag.

Það er einkum mikil lækkun á olíuverðinu í morgun sem setur markaðinn í plús. Þá hefur dollarinn einnig sótt aðeins í sig veðrið í dag eftir að hafa hrapað töluvert í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×