Viðskipti erlent

Asíumarkaðir lækkuðu en hækkuðu aftur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/The Sleeping Bull

Nokkrar lækkanir urðu á asískum hlutabréfamarkaði í morgun en þær gengu að nokkru leyti til baka þegar leið á daginn þar eystra.

Lækkunin er enn á ný tengd óvissuástandi og gjaldþrotahrinu á Wall Street. Nikkei-vísitalan lækkað í upphafi um 1,1 prósent en tók svo að hækka á ný og endaði í hækkun upp á 0,05 prósent. Shanghai-vísitalan lækkað um eitt og hálft prósent en kóreska KOSPI-vísitalan mjakaðist upp um 0,3 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×