Viðskipti erlent

Buffet græddi rúma 7 milljarða kr. á nokkrum tímum

Aðeins nokkrum tímum eftir að ofurfjárfestirinn Warren Buffet keypti fyrir 47 milljarða kr. í Goldman Sachs var gengishagnaður hans af kaupunum orðinn rúmir 7 milljarðar kr.

Það var fjárfestingarfélag Buffet, Berkshire Hathaway, sem keypti hlutinn í Goldman Sachs í gærmorgun. Auk þess fjárfestu aðrir aðilar fyrir sömu upphæð, 5 milljarða dollara eða 47 milljarða kr,.

Fram kemur í breska blaðinu The Times að Buffet hafði gert hliðarsamning við Goldman Sachs um að geta keypt hluti fyrir aðra 5 milljarða dollara á næstu fimm árum á föstu verði sem er 115 dollarar á hlut.

Nokkrum tímum eftir að þessi kaup áttu sér stað hækkuðu hlutabréfin í Goldman um 6% og fóru í 133 dollara.

Samkvæmt þessu stendur Buffet með rúma 7 milljarða kr. í vasanum í óinnleystum gengishagnaði eftir daginn í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×