Viðskipti erlent

Taprekstur Moss Bros eykst og forstjórinn hættir strax

Taprekstur fatakeðjunnar Moss Bros hefur færst í aukana á seinni helming ársins og veldúr það því að forstjórinn Rowland Gee mun láta strax af störfum. Áður hafði komið fram að Gee myndi starfa sem forstjóri fram í febrúar á næsta ári.

Baugur Group á um 29% hlut í Moss Bros og í febrúar í ár lagði Baugur fram tilboð í að kaupa allt hlutaféið fyrir 5 milljarða kr. á þávirði. Afkomendur stofnenda keðjunnar, Moss- og Gee-fjölskyldunnar voru eindregið á móti því að selja Baugi þar sem þeir töldu verðið of lágt. Síðan hafa bréfin í Moss Bros tekið dýfu.

Í frétt um málið núna í The Times segir að Gee-fjölskyldan hafi nú losað sig við nær alla hluti sína í Moss Bros. Brottför Rowland Gee úr forstjórastólnum sé liður í almennri uppstokkun í stjórn keðjunnar undir forystu David Adams sem nýlega var kjörinn stjórnarformaður Moss Bros.

Tap Moss Bros á fyrri helmingi ársins, fyrir skatta, nam rúmlega 260 milljónum kr. Hefur tapist aukist síðan eins og fyrr segir og því verður enginn arður greiddur í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×