Viðskipti erlent

Seðlabankar útvíkka björgunaraðgerðir sínar

Stærstu seðlabankar heimsins útvíkkuðu björgunaraðgerðir sínar fyrir fjármálamarkaði heimsins í dag með því að dæla milljörðum dollara í markaðina. Er þetta í þriðja sinn á einni viku sem slíkt gerist.

Í morgun tilkynntu Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss um að þeir myndu dæla 13 milljörðum dollara, eða rúmlega 1.200 milljörðum kr. inn í fjármálakerfið og er þetta gert í nánu samstarfi við Seðlabanka Bandaríkjanna.

Þar með hafa stærstu seðlabankar heims dælt nærri 300 milljörðum dollara eða hátt í 30.000 milljörðum kr. inn í fjármálakerfi heimsins frá því að björgunaraðgerðirnar hófust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×