Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn hefur tapað þúsundum milljarða kr.

Norski olíusjóðurinn hefur tapað um 2.800 milljörðum kr. á síðustu tveimur mánuðum. Þetta kemur fram á vefsíðu Dagens Industri í Svíþjóð.

Á öðrum ársfjóðrungi ársins tilkynnti olíusjóðurinn um tap upp á 2.100 milljarða kr og síðan hefur staðan farið hríðversnandi. Samkvæmt frásögn í Aftenposten hefur sjóðurinn tapað rúmlega 2.800 milljörðum í viðbót frá því að uppgjörið fyrir annan ársfjórðung var kynnt.

Fram hefur komið að olíusjóðurinn tapaði gríðarlegum fjárhæðum á gjaldþroti Lehman Brothers. Aftenposten líkir þeim viðskiptum sem "brjáluðu pókerspili".

Og í vændum er enn meira tap hjá sjóðnum þar sem hann hefur fjárfest miklar upphæðir í breska bankanum HBOS sem verið er að reyna að bjarga frá þroti þessa dagana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×