Viðskipti erlent

Bréf lækkuðu í Hong Kong

Hlutabréf í Hong Kong lækkuðu um 2,7 prósent í morgun vegna efasemda um að björgunaráætlanir Bandaríkjastjórnar í efnahagsmálum muni ganga sem skyldi.

Bréf kínverskra mjólkurframleiðenda lækkuðu einnig, að því er talið vegna grunsemda um að eitraða þurrmjólkin sem orðið hefur fjölda barna að bana þar í landi muni hafa skaðleg áhrif á iðnaðinn. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um 1,4 prósent og kóreska KOSPI-vísitalan hækkaði um 0,3 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×