Fleiri fréttir

Jólaverslunin hefur tekið við sér a ný

Jólamánuðurinn 2008 var talsvert öðruvísi en árin þar á undan. Hrunið var nýskollið á og mikil óvissa var hjá þjóðinni hvað framundan væri. Verslun með þessar vörur sem er að finna í töflunni var þó meiri í desember árið 2008 en á árinu öllu.

Skattur á banka fækkar störfum

Áætlanir ríkisstjórnarinnar um að hækka skatta á fjármálafyrirtæki munu fækka störfum og koma niður á viðskiptavinum þeirra.

Óformlegt samkomulag um makrílinn

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og íslensk stjórnvöld hafa náð óformlegu samkomulagi um að Ísland fái 11,9 prósent af makrílstofninum.

Síminn segir netöryggi landsmanna ekki hafa verið ógnað

Bandaríska fyrirtækið Cisco hefur staðfest að bilun í hugbúnaði hafi verið orsök þess að netumferð fór ranglega um kerfi Símans í Montreal á leið sinni á áfangastað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum.

Já halda 118 í hálft annað ár

Póst- og fjarskiptastofnun hefur afturkallað þriggja stafa númerið 118 frá Já upplýsingaveitum ásamt því að létta af þeim alþjónustukvöð. Afturköllunin tekur ekki gildi fyrr en í lok júní 2015, sem Gula línan segir galið.

Hafnfirðingar bjóða Magmabréf til sölu

Bæjarráð Hafnarfjarðar fól fjármálastjóra á fimmtudag að kanna möguleika á sölu skuldabréfs sem bærinn eignaðist með sölu á hlut sínum í HS Orku til Magma Energy árið 2009

Toyota selur 15% minna

Sala nýrra Toyota-bíla, rétt eins og á öðrum tegundum, hefur dregist saman hér á landi á þessu ári. Sala á lúxusbílunum Mercedes-Benz og BMW hefur aukist.

Mikill munur á væntingum tekjuhópa

Væntingavísitala Gallup hækkaði á milli nóvember og desember. Sé vísitölunni skipt eftir tekjum undir 250.000 krónur og þá sem eru með 550 þúsund krónur eða meira í laun hækkar hún hjá tekjuháum en lækkar hjá tekjulágum.

Gjaldþrotum fækkar á milli ára

153 einkahlutafélög voru nýskráð í nóvembermánuði og 71 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Á milli ára fjölgar nýskráningum og gjaldþrotum fækkar.

Kreppan búin en stemning er samt slæm

Hagvöxtur hefur aukist frá miðju ári 2010. Er svipaður og á hápunkti síðustu efnahagsuppsveiflu. Dræmar þjóðartekjur og slæm viðskiptakjör skerða lífskjör.

Ganga til liðs við SI og SA

Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Meistarafélags byggingamanna á Suðurnesjum (MBS) að Samtökum iðnaðarins (SI) og Samtökum atvinnulífsins (SA).

Gagnrýna 25 ára gamalt neysluviðmið

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir að frumvarp um breytingar á tollalögum leiði ekki til þess að innflutningur á landbúnaðarafurðum verði í samræmi við núverandi neyslu.

Leiguverð hæst í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi

Leiguverðsvísitalan á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 8,7 % undanfarið ár en þetta kemur fram í úttekt Þjóðskrár Íslands sem reiknar vísitöluna út frá meðalfermetraverði.

Vilja fella niður gjaldtöku fyrir tollkvóta

Samkeppniseftirlitið vill að úthlutun tollkvóta á búvörum verði endurgjaldslaus. Með stjórnarfrumvarpi er reynt að laga klúður sem þýddi að tollur á nautakjöti varð miklu hærri en ætlunin var.

Frystihús tekur til starfa í Búðardal

Fiskvinnsla, sem treystir ekki á höfn heldur á trukkaumferð, er hafin í Búðardal. Þetta eina sveitaþorp Dalasýslu hefur áður reynt að gerast sjávarþorp, - snemma á áttunda áratug síðustu aldar, þegar skelfiskvinnsla var stunduð þar um tíma.

Telja sölu ESÍ draga úr nafnvaxtahækkunum

Greiningardeild Arion banka telur að sala á eignum úr safni Eignasafns Seðlabankans muni draga mjög verulega úr þörf og líkum á nafnvaxtahækkunum á næstu mánuðum.

Fréttir um iPhone og Facebook áberandi árið 2013

Í áramótauppgjöri Vísis sést glöggt að fréttir af viðskiptum snúast ekki bara um hækkanir og lækkanir í Kauphöllinni, heldur alls kyns tækninýjungar og fréttir af fólki úr viðskiptalífinu.

Fengu lögbann á vörumerkið Iceland Glacier

Icelandic Water Holdings, sem selur vatn undir merkjum Icelandic Glacial, hefur fengið lögbann á notkun fyrirtækisins Iceland Glacier Wonders á vörumerkinu Iceland Glacier.

Fjallabyggð tekur ekki ný lán

Samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun Fjallabyggðar mun sveitarfélagið fjármagna framkvæmdir með eigin fé, minnka skuldir og ekki taka ný lán næstu fjögur árin.

Ráðuneytin varnarlaus gegn þrýstingi hagsmunaaðila

Prófessor í stjórnmálafræði segir íslensk ráðuneyti vera berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila af ýmsu tagi. Hann segir ráðuneytin þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við undirbúning frumvarpa.

Arctic Trucks útbúa brynvarða jeppa fyrir norsku sérsveitina

Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks hefur getið sér gott orð víða um heim fyrir sérútbúnu jeppana sína og hefur meðal annars verið í fréttum nýlega vegna ferðar þar sem Harry Bretaprins var meðal þeirra sem fóru á suðurpólinn á bílum frá fyrirtækinu. Jeppar frá Arctic Trucks hafa einnig einnig farið á norðurpólinn. Eitt nýjasta verkefnið er í Noregi þar sem fyrirtækið afhenti nýlega lögreglu ellefu brynvarða Toyota Land Cruiser jeppa.

Sjá næstu 50 fréttir