Launin forstjóra Íbúðalánasjóðs hækka um 79 þúsund Brjánn Jónasson skrifar 19. desember 2013 06:00 Laun Sigurðar Erlingssonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs hafa hækkað um 19,3 prósent frá árinu 2010. Laun forstjóra Íbúðalánasjóðs hækka um rúmlega 79 þúsund krónur á mánuði, eða um 7,2 prósent, í kjölfar nýlegrar ákvörðunar kjararáðs. Laun forstjórans voru rúmlega 982 þúsund krónur á mánuði frá árinu 2010 þar til kjararáð ákvað um mitt ár 2012 að hækka þau um 110 þúsund krónur, í 1.092 þúsund krónur á mánuði. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, taldi þessa hækkun ekki endurspegla auknar kröfur sem gerðar voru til forstjóra sjóðsins. Hann sendi kjararáði bréf skömmu eftir að laun hans voru hækkuð um mitt ár 2012 og fór fram á að launin yrðu endurskoðuð. Sigurður benti meðal annars á að nú hafi verið lögfestar kröfur um forstjóri skuli vera fjárhagslega sjálfstæður, hafa lokið háskólaprófi auk þess sem forstjórinn þurfi að standast hæfismat Fjármálaeftirlitsins. Í bréfinu segir Sigurður að ekki standist að laun forstjórans miðist við launakjör framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna eða forstjóra Byggðastofnunar. Kjararáð tekur í úrskurði sínum að nokkru undir þetta með forstjóranum. Ákveðið var að hækka laun hans í 1.171 þúsund krónur á mánuði, og launin því hækkað um 189 þúsund krónur, 19,3 prósent, frá árinu 2010. Í umsögn stjórnar Íbúðalánasjóðs er tekið undir kröfur forstjórans. Í umsögn velferðarráðuneytisins er því hins vegar hafnað að auknar kröfur leiði til aukins álags á forstjórann, og þar með því að hækka þurfi laun Sigurðar umfram það sem þegar hafi verið gert. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Laun forstjóra Íbúðalánasjóðs hækka um rúmlega 79 þúsund krónur á mánuði, eða um 7,2 prósent, í kjölfar nýlegrar ákvörðunar kjararáðs. Laun forstjórans voru rúmlega 982 þúsund krónur á mánuði frá árinu 2010 þar til kjararáð ákvað um mitt ár 2012 að hækka þau um 110 þúsund krónur, í 1.092 þúsund krónur á mánuði. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, taldi þessa hækkun ekki endurspegla auknar kröfur sem gerðar voru til forstjóra sjóðsins. Hann sendi kjararáði bréf skömmu eftir að laun hans voru hækkuð um mitt ár 2012 og fór fram á að launin yrðu endurskoðuð. Sigurður benti meðal annars á að nú hafi verið lögfestar kröfur um forstjóri skuli vera fjárhagslega sjálfstæður, hafa lokið háskólaprófi auk þess sem forstjórinn þurfi að standast hæfismat Fjármálaeftirlitsins. Í bréfinu segir Sigurður að ekki standist að laun forstjórans miðist við launakjör framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna eða forstjóra Byggðastofnunar. Kjararáð tekur í úrskurði sínum að nokkru undir þetta með forstjóranum. Ákveðið var að hækka laun hans í 1.171 þúsund krónur á mánuði, og launin því hækkað um 189 þúsund krónur, 19,3 prósent, frá árinu 2010. Í umsögn stjórnar Íbúðalánasjóðs er tekið undir kröfur forstjórans. Í umsögn velferðarráðuneytisins er því hins vegar hafnað að auknar kröfur leiði til aukins álags á forstjórann, og þar með því að hækka þurfi laun Sigurðar umfram það sem þegar hafi verið gert.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira