Fjárfestingar í sjávarútvegi aftur á skrið Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2013 15:13 Mynd/Vilhelm Sérfræðingar Íslandsbanka og Landsbankans telja að fjárfestingar í sjávarútvegi séu aftur að komast á skrið. Undanfarin ár hafi fjárfestingar innan atvinnugreinarinnar verið í lágmarki þrátt fyrir góða afkomu. Þetta kemur fram í frétt á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Þar er tekið fram að nokkrar ástæður séu fyrir því hve lítið hefur verið fjárfest. Helst beri að nefna óvissu um fiskveiðistjórnunarkerfið auk þess sem fyrirtæki hafa lagt á það mikla áherslu eftir hrun að greiða niður skuldir. „Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegs hjá Íslandsbanka, segir að svo virðist sem að nú hafi myndast geta og vilji hjá fyrirtækjum til endurnýjunar. Staða og fjárhagslegt bolmagn sjárvarútvegsfyrirtækja sé misjöfn. Þannig séu fjárfestingar í uppsjávarfyrirtækjum mestar.“ Þá hafi uppsjávarfyrirtæki byggt vinnslur til að auka gæði aflans og þar með verðmæti. Nýjar vinnslur hafi verið byggðar víða og einnig hafi orðið mikil endurnýjun á tækjabúnaði í bolfiskvinnslu. „Með þessu myndast öflugri og betri sjávarútvegur, því þetta snýst ekki einungis um að viðhalda framleiðslutækjum heldur líka um að auka gæði og þar með tekjumöguleika útvegsins. Auk þess sem framleiðslan verður umhverfisvænni með nýrri tækni og aðferðum,“ er haft eftir Rúnari. Undir þetta tekur Magnús H. Karlsson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum. „Með fjárfestingum eru gæði afurða aukin og hægt verður að vinna verðmætari vöru á hagkvæmari og umhverfisvænni hátt.“ Þá eru sérfræðingar bankanna sammála um mikilvægi þess að fyrirtæki hafi tækifæri til að fjárfesta í nýsköpun og aukinni fullvinnslu. „Hugvit, markaðsetning og aukin vinnsla hafa aukið verðmæti sjávarafurða undanfarin ár. Greining Sjávarklasans hafa til dæmis sýnt fram á að þótt nú sé afli íslenska flotans helmingi minni en hann var fyrir um þrjátíu árum eru verðmæti hans þreföld,“ segir á vef LÍÚ. „Meðal nýrra fjárfestinga í greininni, utan vinnslna, má nefna að HBGrandi hefur samið um smíði tveggja skipa til veiða á uppsjávarfiski. Samningsverð er um 7,2 milljarðar króna. Sömuleiðis hefur Ísfélagið keypt nýtt skip til uppsjávarveiða sem á að verða tilbúið til veiða nú eftir áramót.“ Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Sérfræðingar Íslandsbanka og Landsbankans telja að fjárfestingar í sjávarútvegi séu aftur að komast á skrið. Undanfarin ár hafi fjárfestingar innan atvinnugreinarinnar verið í lágmarki þrátt fyrir góða afkomu. Þetta kemur fram í frétt á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna. Þar er tekið fram að nokkrar ástæður séu fyrir því hve lítið hefur verið fjárfest. Helst beri að nefna óvissu um fiskveiðistjórnunarkerfið auk þess sem fyrirtæki hafa lagt á það mikla áherslu eftir hrun að greiða niður skuldir. „Rúnar Jónsson, forstöðumaður sjávarútvegs hjá Íslandsbanka, segir að svo virðist sem að nú hafi myndast geta og vilji hjá fyrirtækjum til endurnýjunar. Staða og fjárhagslegt bolmagn sjárvarútvegsfyrirtækja sé misjöfn. Þannig séu fjárfestingar í uppsjávarfyrirtækjum mestar.“ Þá hafi uppsjávarfyrirtæki byggt vinnslur til að auka gæði aflans og þar með verðmæti. Nýjar vinnslur hafi verið byggðar víða og einnig hafi orðið mikil endurnýjun á tækjabúnaði í bolfiskvinnslu. „Með þessu myndast öflugri og betri sjávarútvegur, því þetta snýst ekki einungis um að viðhalda framleiðslutækjum heldur líka um að auka gæði og þar með tekjumöguleika útvegsins. Auk þess sem framleiðslan verður umhverfisvænni með nýrri tækni og aðferðum,“ er haft eftir Rúnari. Undir þetta tekur Magnús H. Karlsson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum. „Með fjárfestingum eru gæði afurða aukin og hægt verður að vinna verðmætari vöru á hagkvæmari og umhverfisvænni hátt.“ Þá eru sérfræðingar bankanna sammála um mikilvægi þess að fyrirtæki hafi tækifæri til að fjárfesta í nýsköpun og aukinni fullvinnslu. „Hugvit, markaðsetning og aukin vinnsla hafa aukið verðmæti sjávarafurða undanfarin ár. Greining Sjávarklasans hafa til dæmis sýnt fram á að þótt nú sé afli íslenska flotans helmingi minni en hann var fyrir um þrjátíu árum eru verðmæti hans þreföld,“ segir á vef LÍÚ. „Meðal nýrra fjárfestinga í greininni, utan vinnslna, má nefna að HBGrandi hefur samið um smíði tveggja skipa til veiða á uppsjávarfiski. Samningsverð er um 7,2 milljarðar króna. Sömuleiðis hefur Ísfélagið keypt nýtt skip til uppsjávarveiða sem á að verða tilbúið til veiða nú eftir áramót.“
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent