Viðskipti innlent

Skattur á banka fækkar störfum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Bankaskatturinn á samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2014 að hækka úr tveimur milljörðum í níu.
Bankaskatturinn á samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2014 að hækka úr tveimur milljörðum í níu. Fréttablaðið/Arnþór.
Áætlanir ríkisstjórnarinnar um að hækka skatta á fjármálafyrirtæki munu fækka störfum og koma niður á viðskiptavinum þeirra.

Þetta segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), í leiðara í nýútgefnu blaði samtakanna.

„Enn einu sinni á að bjarga ríkissjóði, og nú einnig að uppfylla kosningaloforð stjórnarflokka um skuldaniðurfellingu, með því að hækka skatta á fjármálafyrirtæki og starfsmenn þeirra,“ segir Friðbert.

Hann segir nýjan fjársýsluskatt og sérstakan bankaskatt eiga eftir að draga úr launahækkunum og halda aftur af nýráðningum.

„Þessir hækkuðu skattar og gjöld hafa verulega bitnað á starfsmönnum og fjölskyldum þeirra undanfarin ár. Um tvö þúsund starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa misst vinnuna, lífsviðurværi sitt, á undanförnum fimm árum. Enda kemur það skýrt fram í frumvarpi að lögum um fjársýsluskattinn að skattlagningunni sé ætlað að hafa neikvæð áhrif á atvinnugreinina og starfsmenn hennar.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×