Viðskipti innlent

Framkvæmdastjórn Marels breikkuð

Haraldur Guðmundsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel,
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Mynd/Anton Brink.
Framkvæmdastjórn Marels hefur verið breikkuð en sjö yfirmenn úr röðum félagsins koma nýir inn í hana.

Þeir aðilar sem skipa nú framkvæmdastjórnina, ásamt Árna Oddi Þórðarsyni forstjóra, Erik Kaman fjármálastjóra og Sigsteini Grétarssyni aðstoðarforstjóra, eru:

Anton de Weerd, yfirmaður iðnaðarseturs kjúklings

Jón Birgir Gunnarsson, yfirmaður iðnaðarseturs fisks

Gerrit den Bok, yfirmaður iðnaðarseturs frekari vinnslu

David Wilson, yfirmaður iðnaðarseturs kjöts

Pétur Guðjónsson, yfirmaður alþjóðlegar sölu- og þjónustu

Paul van Warmerdam, yfirmaður alþjóðlegrar framleiðslu- og aðfangastýringar

Davíð Freyr Oddsson, yfirmaður mannauðsmála

Allir lykiliðnaðir Marel eiga nú fulltrúa í framkvæmdastjórninni sem skerpir á markaðs- og nýsköpunardrifnum áherslum félagsins. Skipan yfirmanns alþjóðlegrar sölu og þjónustu í stjórnina endurspeglar mikilvægi þeirra þátta í starfsemi Marel sem stuðlar að samkeppnisforskoti félagsins á alþjóðavísu," segir í tilkynningu Marel. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×