Viðskipti innlent

Ísfell kaupir netaverkstæðið Kristbjörgu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vinstri: Kristján Hauksson, framkvæmdastjóri Kristbjargar; Björn Kjartansson, Pétur Björnsson, stjórnarformaður Ísfells, og Þorbjörn Sigurðsson. Kristján, Björn og Þorbjörn eru fyrrverandi eigendur Kristbjargar.
Frá vinstri: Kristján Hauksson, framkvæmdastjóri Kristbjargar; Björn Kjartansson, Pétur Björnsson, stjórnarformaður Ísfells, og Þorbjörn Sigurðsson. Kristján, Björn og Þorbjörn eru fyrrverandi eigendur Kristbjargar. Mynd/Ísfell
Ísfell hf. hefur keypt netaverkstæðið Kristbjörgu í Ólafsfirði. Fyrirtækið mun taka yfir rekstur netaverkstæðisins um mánaðarmótin.

„Starfsmannahald Kristbjargar breytist ekki og starfsemi fyrirtækisins verður áfram með sama sniði en framboð vöru og þjónustu eykst verulega,“ segir í tilkynningu frá Ísfelli.

Kristbjörg ehf. hóf rekstur 1973 og sinnir netagerð og sölu og viðhaldi veiðarfæra en selur auk þess snjókeðjur fyrir vörubifreiðar í miklum mæli og vinnuvélar. Þá annast starfsmenn Kristbjargar vöruafgreiðslu Samskipa í Ólafsfirði.

Ísfell hf. hóf starfsemi 1992. Fyrirtækið er eitt hið öflugasta hérlendis á sviði sölu og þjónustu með veiðarfæri, björgunarvörur og ýmsar rekstrarvörur sjávarútvegsins. Hátt í hundrað manns starfa á vegum félagins í tíu starfsstöðvum á Íslandi, Nýfundnalandi og Nova Scotia í Kanada. Samstæða Ísfells veltir um 3,3 milljörðum króna á árinu 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×