Viðskipti innlent

Þjóðskrá semur um rafrænar kosningar

Samúel Karl Ólason skrifar
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands.
Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. Mynd/GVA

Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, og Marc Prenafeta, sölustjóri spænska fyrirtækisins Scytl í Evrópu, skrifuðu í dag undir samning um aðlögun og afnot Þjóðskrár Íslands af kosningakerfi Scytl og framkvæmd tvenna rafrænna íbúakosninga í tilraunaskyni. 

Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár

„Kerfi Scytl er í fremstu röð á heimsvísu og hefur m.a. verið nýtt í Noregi við sveitarstjórnarkosningar árið 2011 og þingkosningar haustið 2013. Kerfið verður tengt rafrænni kjörskrá og innskráningarþjónustu Ísland.is hjá Þjóðskrá Íslands, þar sem boðið verður upp á auðkenningu með rafrænum skilríkjum eða styrktum Íslykli.“

Með sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi í júní 2013 var Þjóðskrá Íslands falið að þróa og reka íbúakosningakerfi sem notað yrði við rafrænar íbúakosningar.

„Þjóðskrá Íslands kynnti sér stöðu rafrænna kosninga hjá nokkrum þjóðum sem hafa getið sér gott orð á því sviði og kom þá fljótt í ljós að Norðmenn eru í fremstu röð í þessum efnum. Norðmenn hafa notað kerfi Scytl um árabil, tekið virkan þátt þróun þess og meðal annars lagt því til viðbætur sem snúa að ströngum öryggiskröfum. Munu Íslendingar njóta góðs af þeirri þróun.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×