Viðskipti með hlutabréf N1 fara vel af stað Haraldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2013 10:34 Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 og Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX ICELAND við skráninguna í morgun. Mynd/GVA. Olíufélagið N1 var í morgun skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar þegar Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX ICELAND og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, undirrituðu samning þess efnis. Viðskipti með bréf félagsins fara vel af stað og nú þegar um klukkustund er liðin frá nema þau um 330 milljónum króna. „Það er greinilegt að fjárfestar bera mikið traust til fyrirtækisins og þessi viðskipti í upphafi dags eru í rökréttu samhengi við niðurstöðu hlutafjárútboðsins,“sagði Páll Harðarson rétt áður en viðskipti með félagið voru hringd inn. „Þessi skráning er að mínu viti merki um það að endurreisn markaðarins er í góðum gangi og við sjáum það á þessu útboði að það er mikill áhugi meðal fjárfesta og þessi öflugu félög sem hafa verið að koma inn á markaðinn eins og N1 eru að leiða þessa uppbyggingu. Þau beina augum fjárfesta inn á markaðinn og greiða götu þeirra sem á eftir koma,“ sagði Páll. Eggert Benedikt sagði skráninguna vera merkan áfanga í vegferð N1, en félagið hefur að hans sögn unnið að undirbúningi hennar megin hlutann af árinu. „Þar fyrir utan er mjög ánægjulegt hvernig útboðið tókst til því við sjáum þennan gríðarlega stóra hóp hluthafa og sjáum það að fjöldi áskrifta í útboðinu er vel á áttunda þúsund sem sýnir þetta breiða eignarhald sem félagið er komið í. Að auki eru stærstu hluthafarnir lífeyrissjóðirnir, ýmist beint eða óbeint, sem eru að ávaxta pund sinna félagsmanna og þá sjáum við að N1 er í orðsins fyllstu merkingu orðið almenningshlutafélag. Það hentar okkur ágætlega því við erum í þjónustu við almenning og fyrirtæki út um allt land,“ sagði Eggert. Eins og komið hefur fram var mikil umframeftirspurn eftir hlutabréfum í N1 í almennu hlutafjárútboði sem lauk 9. desember. Um 7.700 áskriftir bárust og af þeim tilheyrðu 7.200 þátttakendum sem lögðu fram tilboð undir tíu milljónum króna. Eftirspurnin var slík að hámarksúthlutun í síðarnefnda hópnum var 183 þúsund krónur á hverja áskrift. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Olíufélagið N1 var í morgun skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar þegar Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX ICELAND og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, undirrituðu samning þess efnis. Viðskipti með bréf félagsins fara vel af stað og nú þegar um klukkustund er liðin frá nema þau um 330 milljónum króna. „Það er greinilegt að fjárfestar bera mikið traust til fyrirtækisins og þessi viðskipti í upphafi dags eru í rökréttu samhengi við niðurstöðu hlutafjárútboðsins,“sagði Páll Harðarson rétt áður en viðskipti með félagið voru hringd inn. „Þessi skráning er að mínu viti merki um það að endurreisn markaðarins er í góðum gangi og við sjáum það á þessu útboði að það er mikill áhugi meðal fjárfesta og þessi öflugu félög sem hafa verið að koma inn á markaðinn eins og N1 eru að leiða þessa uppbyggingu. Þau beina augum fjárfesta inn á markaðinn og greiða götu þeirra sem á eftir koma,“ sagði Páll. Eggert Benedikt sagði skráninguna vera merkan áfanga í vegferð N1, en félagið hefur að hans sögn unnið að undirbúningi hennar megin hlutann af árinu. „Þar fyrir utan er mjög ánægjulegt hvernig útboðið tókst til því við sjáum þennan gríðarlega stóra hóp hluthafa og sjáum það að fjöldi áskrifta í útboðinu er vel á áttunda þúsund sem sýnir þetta breiða eignarhald sem félagið er komið í. Að auki eru stærstu hluthafarnir lífeyrissjóðirnir, ýmist beint eða óbeint, sem eru að ávaxta pund sinna félagsmanna og þá sjáum við að N1 er í orðsins fyllstu merkingu orðið almenningshlutafélag. Það hentar okkur ágætlega því við erum í þjónustu við almenning og fyrirtæki út um allt land,“ sagði Eggert. Eins og komið hefur fram var mikil umframeftirspurn eftir hlutabréfum í N1 í almennu hlutafjárútboði sem lauk 9. desember. Um 7.700 áskriftir bárust og af þeim tilheyrðu 7.200 þátttakendum sem lögðu fram tilboð undir tíu milljónum króna. Eftirspurnin var slík að hámarksúthlutun í síðarnefnda hópnum var 183 þúsund krónur á hverja áskrift.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira