Viðskipti með hlutabréf N1 fara vel af stað Haraldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2013 10:34 Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 og Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX ICELAND við skráninguna í morgun. Mynd/GVA. Olíufélagið N1 var í morgun skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar þegar Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX ICELAND og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, undirrituðu samning þess efnis. Viðskipti með bréf félagsins fara vel af stað og nú þegar um klukkustund er liðin frá nema þau um 330 milljónum króna. „Það er greinilegt að fjárfestar bera mikið traust til fyrirtækisins og þessi viðskipti í upphafi dags eru í rökréttu samhengi við niðurstöðu hlutafjárútboðsins,“sagði Páll Harðarson rétt áður en viðskipti með félagið voru hringd inn. „Þessi skráning er að mínu viti merki um það að endurreisn markaðarins er í góðum gangi og við sjáum það á þessu útboði að það er mikill áhugi meðal fjárfesta og þessi öflugu félög sem hafa verið að koma inn á markaðinn eins og N1 eru að leiða þessa uppbyggingu. Þau beina augum fjárfesta inn á markaðinn og greiða götu þeirra sem á eftir koma,“ sagði Páll. Eggert Benedikt sagði skráninguna vera merkan áfanga í vegferð N1, en félagið hefur að hans sögn unnið að undirbúningi hennar megin hlutann af árinu. „Þar fyrir utan er mjög ánægjulegt hvernig útboðið tókst til því við sjáum þennan gríðarlega stóra hóp hluthafa og sjáum það að fjöldi áskrifta í útboðinu er vel á áttunda þúsund sem sýnir þetta breiða eignarhald sem félagið er komið í. Að auki eru stærstu hluthafarnir lífeyrissjóðirnir, ýmist beint eða óbeint, sem eru að ávaxta pund sinna félagsmanna og þá sjáum við að N1 er í orðsins fyllstu merkingu orðið almenningshlutafélag. Það hentar okkur ágætlega því við erum í þjónustu við almenning og fyrirtæki út um allt land,“ sagði Eggert. Eins og komið hefur fram var mikil umframeftirspurn eftir hlutabréfum í N1 í almennu hlutafjárútboði sem lauk 9. desember. Um 7.700 áskriftir bárust og af þeim tilheyrðu 7.200 þátttakendum sem lögðu fram tilboð undir tíu milljónum króna. Eftirspurnin var slík að hámarksúthlutun í síðarnefnda hópnum var 183 þúsund krónur á hverja áskrift. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Olíufélagið N1 var í morgun skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar þegar Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX ICELAND og Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, undirrituðu samning þess efnis. Viðskipti með bréf félagsins fara vel af stað og nú þegar um klukkustund er liðin frá nema þau um 330 milljónum króna. „Það er greinilegt að fjárfestar bera mikið traust til fyrirtækisins og þessi viðskipti í upphafi dags eru í rökréttu samhengi við niðurstöðu hlutafjárútboðsins,“sagði Páll Harðarson rétt áður en viðskipti með félagið voru hringd inn. „Þessi skráning er að mínu viti merki um það að endurreisn markaðarins er í góðum gangi og við sjáum það á þessu útboði að það er mikill áhugi meðal fjárfesta og þessi öflugu félög sem hafa verið að koma inn á markaðinn eins og N1 eru að leiða þessa uppbyggingu. Þau beina augum fjárfesta inn á markaðinn og greiða götu þeirra sem á eftir koma,“ sagði Páll. Eggert Benedikt sagði skráninguna vera merkan áfanga í vegferð N1, en félagið hefur að hans sögn unnið að undirbúningi hennar megin hlutann af árinu. „Þar fyrir utan er mjög ánægjulegt hvernig útboðið tókst til því við sjáum þennan gríðarlega stóra hóp hluthafa og sjáum það að fjöldi áskrifta í útboðinu er vel á áttunda þúsund sem sýnir þetta breiða eignarhald sem félagið er komið í. Að auki eru stærstu hluthafarnir lífeyrissjóðirnir, ýmist beint eða óbeint, sem eru að ávaxta pund sinna félagsmanna og þá sjáum við að N1 er í orðsins fyllstu merkingu orðið almenningshlutafélag. Það hentar okkur ágætlega því við erum í þjónustu við almenning og fyrirtæki út um allt land,“ sagði Eggert. Eins og komið hefur fram var mikil umframeftirspurn eftir hlutabréfum í N1 í almennu hlutafjárútboði sem lauk 9. desember. Um 7.700 áskriftir bárust og af þeim tilheyrðu 7.200 þátttakendum sem lögðu fram tilboð undir tíu milljónum króna. Eftirspurnin var slík að hámarksúthlutun í síðarnefnda hópnum var 183 þúsund krónur á hverja áskrift.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent