Ráðuneytin varnarlaus gegn þrýstingi hagsmunaaðila Haraldur Guðmundsson skrifar 17. desember 2013 08:38 Gunnar Helgi segir ráðuneytin þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við gerð frumvarpa. Mynd/GVA. „Ráðuneytin virðast vera svo lítil og veikburða og undir það miklu álagi af ýmsu tagi að þau hafa í raun og veru mjög veikar forsendur til að leiða stefnumótunarvinnu á sambærilegan hátt og ráðuneyti gera í nágrannalöndum okkar. Þess vegna verða þau berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila af ýmsu tagi,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Ýtarlegur samanburður hans og Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings staðfestir að fyrstu drög atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að lagafrumvarpi sem á að auka notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum voru að stórum hluta skrifuð af hagsmunaaðilanum Carbon Recycling International. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið 29. nóvember síðastliðinn. Þá kom fram að Carbon Recycling hafði frumkvæði að því að senda ráðuneytinu skjal sem innihélt tillögu að lagafrumvarpinu, en fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. „Samanburðurinn sýnir að útgangspunkturinn í drögum ráðuneytisins er skjal sem samið var af fyrirtækinu og ráðuneytið leggur það tiltölulega lítið breytt í hendur vinnsluaðila, sérstaklega hvað lagatextann varðar,“ segir Gunnar. „Þetta er sennilega óvenjulegt og örugglega óheppilegt. Það hefði verið eðlilegra ef ráðuneytið hefði samið erindisbréf fyrir einhvern starfshóp um það hvað ætti að koma út úr vinnunni sem lýsti pólitískri forgangsröðun og þeim kröfum sem væru gerðar til þeirrar vinnu, frekar en að gera einhverja tillögu frá fyrirtæki sem á verulegra hagsmuna að gæta að útgangspunkti.“ Gunnar segir ekkert óeðlilegt við það þegar ráðuneyti taka upp ákveðin mál fyrir tilstilli hagsmunaaðila. „Það sem er einkennilegt í þessu máli er að fyrirtækið semur tilbúið frumvarp, en ég kann engin önnur dæmi um slíkt.“ Gunnar segir íslensk ráðuneyti þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við faglegan undirbúning frumvarpa. Þar þurfi að vanda betur til bæði upplýsingaöflunar og mótunar þeirra valkosta sem taka á afstöðu til. Slík vinna er að hans sögn mun frumstæðari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. „Til þess að við almennir borgarar getum treyst þeim ákvörðunum sem teknar eru í samstarfi ríkisstjórnar og Alþingis þarf undirbúningsvinnan að vera vönduð og það er hlutverk ráðuneytanna að hafa forystu um það,“ segir Gunnar.Samanburðurinn Þegar drög ráðuneytisins voru borin saman við tillöguskjal Carbon Recycling International (CRI) var notað forrit sem mælir hlutfall breytts texta. Þá kom í ljós að drög ráðuneytisins breyttust um 25 prósent miðað við tillöguskjal CRI. Lagatexti ráðuneytisins innihélt minni breytingar, eða 14,6 prósent, sem þýðir að ráðuneytið hefur sent þann hluta frá sér með litlum breytingum. Greinargerð frumvarpsins breyttist meira frá tillögum fyrirtækisins, eða um 29 prósent. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
„Ráðuneytin virðast vera svo lítil og veikburða og undir það miklu álagi af ýmsu tagi að þau hafa í raun og veru mjög veikar forsendur til að leiða stefnumótunarvinnu á sambærilegan hátt og ráðuneyti gera í nágrannalöndum okkar. Þess vegna verða þau berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila af ýmsu tagi,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Ýtarlegur samanburður hans og Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings staðfestir að fyrstu drög atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að lagafrumvarpi sem á að auka notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum voru að stórum hluta skrifuð af hagsmunaaðilanum Carbon Recycling International. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið 29. nóvember síðastliðinn. Þá kom fram að Carbon Recycling hafði frumkvæði að því að senda ráðuneytinu skjal sem innihélt tillögu að lagafrumvarpinu, en fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. „Samanburðurinn sýnir að útgangspunkturinn í drögum ráðuneytisins er skjal sem samið var af fyrirtækinu og ráðuneytið leggur það tiltölulega lítið breytt í hendur vinnsluaðila, sérstaklega hvað lagatextann varðar,“ segir Gunnar. „Þetta er sennilega óvenjulegt og örugglega óheppilegt. Það hefði verið eðlilegra ef ráðuneytið hefði samið erindisbréf fyrir einhvern starfshóp um það hvað ætti að koma út úr vinnunni sem lýsti pólitískri forgangsröðun og þeim kröfum sem væru gerðar til þeirrar vinnu, frekar en að gera einhverja tillögu frá fyrirtæki sem á verulegra hagsmuna að gæta að útgangspunkti.“ Gunnar segir ekkert óeðlilegt við það þegar ráðuneyti taka upp ákveðin mál fyrir tilstilli hagsmunaaðila. „Það sem er einkennilegt í þessu máli er að fyrirtækið semur tilbúið frumvarp, en ég kann engin önnur dæmi um slíkt.“ Gunnar segir íslensk ráðuneyti þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við faglegan undirbúning frumvarpa. Þar þurfi að vanda betur til bæði upplýsingaöflunar og mótunar þeirra valkosta sem taka á afstöðu til. Slík vinna er að hans sögn mun frumstæðari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. „Til þess að við almennir borgarar getum treyst þeim ákvörðunum sem teknar eru í samstarfi ríkisstjórnar og Alþingis þarf undirbúningsvinnan að vera vönduð og það er hlutverk ráðuneytanna að hafa forystu um það,“ segir Gunnar.Samanburðurinn Þegar drög ráðuneytisins voru borin saman við tillöguskjal Carbon Recycling International (CRI) var notað forrit sem mælir hlutfall breytts texta. Þá kom í ljós að drög ráðuneytisins breyttust um 25 prósent miðað við tillöguskjal CRI. Lagatexti ráðuneytisins innihélt minni breytingar, eða 14,6 prósent, sem þýðir að ráðuneytið hefur sent þann hluta frá sér með litlum breytingum. Greinargerð frumvarpsins breyttist meira frá tillögum fyrirtækisins, eða um 29 prósent.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira