Ráðuneytin varnarlaus gegn þrýstingi hagsmunaaðila Haraldur Guðmundsson skrifar 17. desember 2013 08:38 Gunnar Helgi segir ráðuneytin þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við gerð frumvarpa. Mynd/GVA. „Ráðuneytin virðast vera svo lítil og veikburða og undir það miklu álagi af ýmsu tagi að þau hafa í raun og veru mjög veikar forsendur til að leiða stefnumótunarvinnu á sambærilegan hátt og ráðuneyti gera í nágrannalöndum okkar. Þess vegna verða þau berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila af ýmsu tagi,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Ýtarlegur samanburður hans og Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings staðfestir að fyrstu drög atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að lagafrumvarpi sem á að auka notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum voru að stórum hluta skrifuð af hagsmunaaðilanum Carbon Recycling International. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið 29. nóvember síðastliðinn. Þá kom fram að Carbon Recycling hafði frumkvæði að því að senda ráðuneytinu skjal sem innihélt tillögu að lagafrumvarpinu, en fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. „Samanburðurinn sýnir að útgangspunkturinn í drögum ráðuneytisins er skjal sem samið var af fyrirtækinu og ráðuneytið leggur það tiltölulega lítið breytt í hendur vinnsluaðila, sérstaklega hvað lagatextann varðar,“ segir Gunnar. „Þetta er sennilega óvenjulegt og örugglega óheppilegt. Það hefði verið eðlilegra ef ráðuneytið hefði samið erindisbréf fyrir einhvern starfshóp um það hvað ætti að koma út úr vinnunni sem lýsti pólitískri forgangsröðun og þeim kröfum sem væru gerðar til þeirrar vinnu, frekar en að gera einhverja tillögu frá fyrirtæki sem á verulegra hagsmuna að gæta að útgangspunkti.“ Gunnar segir ekkert óeðlilegt við það þegar ráðuneyti taka upp ákveðin mál fyrir tilstilli hagsmunaaðila. „Það sem er einkennilegt í þessu máli er að fyrirtækið semur tilbúið frumvarp, en ég kann engin önnur dæmi um slíkt.“ Gunnar segir íslensk ráðuneyti þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við faglegan undirbúning frumvarpa. Þar þurfi að vanda betur til bæði upplýsingaöflunar og mótunar þeirra valkosta sem taka á afstöðu til. Slík vinna er að hans sögn mun frumstæðari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. „Til þess að við almennir borgarar getum treyst þeim ákvörðunum sem teknar eru í samstarfi ríkisstjórnar og Alþingis þarf undirbúningsvinnan að vera vönduð og það er hlutverk ráðuneytanna að hafa forystu um það,“ segir Gunnar.Samanburðurinn Þegar drög ráðuneytisins voru borin saman við tillöguskjal Carbon Recycling International (CRI) var notað forrit sem mælir hlutfall breytts texta. Þá kom í ljós að drög ráðuneytisins breyttust um 25 prósent miðað við tillöguskjal CRI. Lagatexti ráðuneytisins innihélt minni breytingar, eða 14,6 prósent, sem þýðir að ráðuneytið hefur sent þann hluta frá sér með litlum breytingum. Greinargerð frumvarpsins breyttist meira frá tillögum fyrirtækisins, eða um 29 prósent. Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
„Ráðuneytin virðast vera svo lítil og veikburða og undir það miklu álagi af ýmsu tagi að þau hafa í raun og veru mjög veikar forsendur til að leiða stefnumótunarvinnu á sambærilegan hátt og ráðuneyti gera í nágrannalöndum okkar. Þess vegna verða þau berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila af ýmsu tagi,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Ýtarlegur samanburður hans og Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings staðfestir að fyrstu drög atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að lagafrumvarpi sem á að auka notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum voru að stórum hluta skrifuð af hagsmunaaðilanum Carbon Recycling International. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið 29. nóvember síðastliðinn. Þá kom fram að Carbon Recycling hafði frumkvæði að því að senda ráðuneytinu skjal sem innihélt tillögu að lagafrumvarpinu, en fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. „Samanburðurinn sýnir að útgangspunkturinn í drögum ráðuneytisins er skjal sem samið var af fyrirtækinu og ráðuneytið leggur það tiltölulega lítið breytt í hendur vinnsluaðila, sérstaklega hvað lagatextann varðar,“ segir Gunnar. „Þetta er sennilega óvenjulegt og örugglega óheppilegt. Það hefði verið eðlilegra ef ráðuneytið hefði samið erindisbréf fyrir einhvern starfshóp um það hvað ætti að koma út úr vinnunni sem lýsti pólitískri forgangsröðun og þeim kröfum sem væru gerðar til þeirrar vinnu, frekar en að gera einhverja tillögu frá fyrirtæki sem á verulegra hagsmuna að gæta að útgangspunkti.“ Gunnar segir ekkert óeðlilegt við það þegar ráðuneyti taka upp ákveðin mál fyrir tilstilli hagsmunaaðila. „Það sem er einkennilegt í þessu máli er að fyrirtækið semur tilbúið frumvarp, en ég kann engin önnur dæmi um slíkt.“ Gunnar segir íslensk ráðuneyti þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við faglegan undirbúning frumvarpa. Þar þurfi að vanda betur til bæði upplýsingaöflunar og mótunar þeirra valkosta sem taka á afstöðu til. Slík vinna er að hans sögn mun frumstæðari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. „Til þess að við almennir borgarar getum treyst þeim ákvörðunum sem teknar eru í samstarfi ríkisstjórnar og Alþingis þarf undirbúningsvinnan að vera vönduð og það er hlutverk ráðuneytanna að hafa forystu um það,“ segir Gunnar.Samanburðurinn Þegar drög ráðuneytisins voru borin saman við tillöguskjal Carbon Recycling International (CRI) var notað forrit sem mælir hlutfall breytts texta. Þá kom í ljós að drög ráðuneytisins breyttust um 25 prósent miðað við tillöguskjal CRI. Lagatexti ráðuneytisins innihélt minni breytingar, eða 14,6 prósent, sem þýðir að ráðuneytið hefur sent þann hluta frá sér með litlum breytingum. Greinargerð frumvarpsins breyttist meira frá tillögum fyrirtækisins, eða um 29 prósent.
Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira