Viðskipti innlent

Einn og hálfur lítri af jólabjór á hvert mannsbarn á Íslandi

Höskuldur Kári Schram skrifar
Sala á jólabjór hefur aukist um allt að fimm prósent miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Nú þegar hafa selst 491 þúsund lítrar í Vínbúðum ÁTVR.

Þetta jafngildir einum og hálfum lítra á hvert mannsbarn á Íslandi.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að salan hafi aukist á mili ára. „Salan er ívið meiri en á sama tíma í fyrra. Þetta er 5 prósenta aukning,“ segir Sigrún.

Hún segir að Tuborg sé vinsælastur og beri höfuð og herðar yfir aðrar tegundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×