Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2025 14:47 Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Eik fasteignafélag undirritaði í dag kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. Fasteignir Festingar hér á landi eru tólf talsins, um 43 þúsund fermetrar að stærð, og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallar, en Eik tilkynnti í nóvember síðastliðinn um samkomulag um einkaviðræður vegna kaupanna. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fram kemur að fasteignir Festingar á Íslandi séu um 43 þúsund fermetrar að stærð í fólf fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. „Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Stærsta eignin er um 28.500 fermetra vöruhús Samskipa í Kjalarvogi 7-15. Undanskilið í kaupunum eru dótturfélög Festingar í Noregi og Færeyjum sem eiga einnig fasteignir sem nýttar eru í starfsemi Samskipa. Leigusamningar um eignirnar verða til 20 ára frá og með afhendingu á hlutafé Festingar. Heildarvirði Festingar í kaupunum (e. Enterprise Value) er 15.070 m.kr. sem er 230 m.kr. lækkun frá fyrri tilkynningu sem skýrist af breyttu formi leigusamninga fasteigna utan höfuðborgarsvæðisins og fyrirhugaðri fjárfestingu í fasteignum Festingar. Ráðgert er að kaupin verði fjármögnuð að stórum hluta með lánsfé. Eik áætlar að áhrif á EBITDA félagsins verði á bilinu 1.130 – 1.140 m.kr. á ársgrundvelli m.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í júní 2025,“ segir í tilkynningunni. Hlakka til samstarfsins Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, segir að fasteignir Festingar tilheyri mikilvægum innviðum í samfélaginu og því sé ánægjulegt að Eik og seljendur hafi náð saman með undirritun kaupsamnings. „Samskip er og verður nauðsynlegur hluti af íslensku samfélagi og hlökkum við til samstarfsins um ókomna framtíð. Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og við komumst varla nær kjarna þess en með þessum viðskiptum,“ segir Hreiðar Már. Ný hafnaraðstaða í Rotterdam Þá er haft eftir Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni og aðaleiganda Festingar að félagið sé stolt af því að hafa gengið frá samningi um sölu á Festingu hf. og þeim fasteignum sem félagið hafi byggt upp á síðustu tuttugu árum. „Eignirnar, sem að stærstum hluta styðja við starfsemi Samskipa, eru bæði vandaðar og vel staðsettar, og teljast til fremstu innviða fyrir sjó- og landflutninga á Íslandi. Að lokinni sölu munu hluthafar Festingar beina kröftum sínum að þróun nýrrar hafnaraðstöðu í Rotterdam ásamt því að styðja við áframhaldandi uppbyggingu leiðakerfis Samskipa í Evrópu. Það gleður okkur að Eik – öflugt, framsækið og faglegt fasteignafélag – muni taka við Festingu. Við væntum góðs samstarfs við Eik til framtíðar,“ segir Ólafur. Kaupin eru gerð með skilyrðum, þ.m.t. samþykki Samkeppniseftirlitsins og annarra hagaðila. Eik fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Skipaflutningar Reykjavík Múlaþing Akureyri Dalvíkurbyggð Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallar, en Eik tilkynnti í nóvember síðastliðinn um samkomulag um einkaviðræður vegna kaupanna. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fram kemur að fasteignir Festingar á Íslandi séu um 43 þúsund fermetrar að stærð í fólf fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. „Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Stærsta eignin er um 28.500 fermetra vöruhús Samskipa í Kjalarvogi 7-15. Undanskilið í kaupunum eru dótturfélög Festingar í Noregi og Færeyjum sem eiga einnig fasteignir sem nýttar eru í starfsemi Samskipa. Leigusamningar um eignirnar verða til 20 ára frá og með afhendingu á hlutafé Festingar. Heildarvirði Festingar í kaupunum (e. Enterprise Value) er 15.070 m.kr. sem er 230 m.kr. lækkun frá fyrri tilkynningu sem skýrist af breyttu formi leigusamninga fasteigna utan höfuðborgarsvæðisins og fyrirhugaðri fjárfestingu í fasteignum Festingar. Ráðgert er að kaupin verði fjármögnuð að stórum hluta með lánsfé. Eik áætlar að áhrif á EBITDA félagsins verði á bilinu 1.130 – 1.140 m.kr. á ársgrundvelli m.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í júní 2025,“ segir í tilkynningunni. Hlakka til samstarfsins Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, segir að fasteignir Festingar tilheyri mikilvægum innviðum í samfélaginu og því sé ánægjulegt að Eik og seljendur hafi náð saman með undirritun kaupsamnings. „Samskip er og verður nauðsynlegur hluti af íslensku samfélagi og hlökkum við til samstarfsins um ókomna framtíð. Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og við komumst varla nær kjarna þess en með þessum viðskiptum,“ segir Hreiðar Már. Ný hafnaraðstaða í Rotterdam Þá er haft eftir Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni og aðaleiganda Festingar að félagið sé stolt af því að hafa gengið frá samningi um sölu á Festingu hf. og þeim fasteignum sem félagið hafi byggt upp á síðustu tuttugu árum. „Eignirnar, sem að stærstum hluta styðja við starfsemi Samskipa, eru bæði vandaðar og vel staðsettar, og teljast til fremstu innviða fyrir sjó- og landflutninga á Íslandi. Að lokinni sölu munu hluthafar Festingar beina kröftum sínum að þróun nýrrar hafnaraðstöðu í Rotterdam ásamt því að styðja við áframhaldandi uppbyggingu leiðakerfis Samskipa í Evrópu. Það gleður okkur að Eik – öflugt, framsækið og faglegt fasteignafélag – muni taka við Festingu. Við væntum góðs samstarfs við Eik til framtíðar,“ segir Ólafur. Kaupin eru gerð með skilyrðum, þ.m.t. samþykki Samkeppniseftirlitsins og annarra hagaðila.
Eik fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Kauphöllin Skipaflutningar Reykjavík Múlaþing Akureyri Dalvíkurbyggð Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent