Viðskipti innlent

Samherjafólk fær hálfa milljón í jólabónus

Jakob Bjarnar og Kristján Hjálmarsson skrifar
Vel gengur hjá Samherja og starfsmenn njóta þess í veglegri bónusgreiðslu: sem kostar fyrirtækið 250 milljónir.
Vel gengur hjá Samherja og starfsmenn njóta þess í veglegri bónusgreiðslu: sem kostar fyrirtækið 250 milljónir.
Vel gengur hjá útgerðarfyrirtækinu Samherja. Þeir greiða starfsfólki sínu í landi samtals 500 þúsund krónur í aukabónus.

Starfsfólk Samherja, þeir sem vinna í landi, eru kátir núna og mega vera það. Fyrirtækið greiðir hverjum og einum hálfa milljón í jólabónus. Þetta er utan hinnar samningsbundu desember- og orlofsuppbótar; 430 fá starfsmenn í jólabónus og 70 þúsund krónur í aukaorlofsuppbót. Um er að ræða rúmlega 500 starfsmenn þannig að alls mun þessi rausn kosta fyrirtækið rúmar 250 milljónir.

Vísir náði ekki tali af upplýsingafulltrúa fyrirtækisins en víst mátti heyra að gleði var ríkjandi í brjósti þeirrar sem svaraði í símann.

Fyrirtækið hefur verið höfðinglegt gagnvart starfsfólki sínu í gegnum tíðina. Í fyrra greiddi Samherji starfsfólki sínu í landi 378 þúsund króna launauppbót í desember, til viðbótar við umsamda 50 þúsund króna desemberuppbót. Af þessari veglegu hækkun og öðru má ráða að vel gengur hjá fyrirtækinu. Tekjur fyrirtækisins í fyrra voru um 90 milljarðar og skilaði reksturinn tæpum 16 milljörðum í hagnað. Var um 80 prósenta aukningu á hagnaði milli ára en fyrir árið 2011 var hagnaðurinn tæpir 9 milljarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×