Viðskipti innlent

Tvísköttunarsamningur við Bretland í höfn

Haraldur Guðmundsson skrifar
Bendikt Jónsson sendiherra og David Gauke vararáðherra hjá breska fjármálaráðuneytinu undirrituðu samninginn.
Bendikt Jónsson sendiherra og David Gauke vararáðherra hjá breska fjármálaráðuneytinu undirrituðu samninginn. Mynd/Fjármálaráðuneytið.
Nýr samningur sem á að koma í veg fyrir tvísköttun á tekjur og söluhagnað milli Íslands og Bretlands hefur verið undirritaður.

Samningurinn felur fyrst og fremst í sér aðlögun að gildandi stefnu ríkjanna tveggja í tvísköttunarmálum og þeim breytingum sem orðið hafa á tvísköttunarfyrirkomulagi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) frá því að núgildandi samningur var undirritaður árið 1991.

Vonast er til að samningurinn komi til framkvæmda 1. janúar 2015, að því er fram kemur í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×