Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sunna Sæmundsdóttir, Tómas Arnar Þorláksson og Atli Ísleifsson skrifa 23. maí 2025 12:56 Samhliða undirrituninni var opnuð ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni. Vísir/Anton Brink Perlan í Reykjavík er formlega komin í hendur nýrra eigenda en borgarstjóri skrifaði undir 3,5 milljarða kaupsamning í morgun. Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna og fékkst það fyrir. Kaupandinn er Perlan þróunarfélag sem hefur haldið úti náttúrusýningu í byggingunni. Pínkulítið orðlaus Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar skrifuðu undir samninginn í morgun. „Ég er bara ofsalega stoltur og við eigendurnir stoltir af því að vera treyst fyrir þessari stórkostlegu eign. Ég er pínkulítið orðlaus yfir að þetta sé að gerast í dag,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Perlunni. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, undirrituðu í morgun samninginn um sölu borgarinnar á Perlunni. Vísir/Anton Brink Forkaupsréttur borgarinnar lykilatriði Borgarstjóri segist ánægð með kaupendur og Perlan hafi ratað í þessar hendur en félagið hefur hingað til verið leigutaki.„Við hlökkum bara til áframhaldandi samstarfs, uppbyggingar á svæðinu á og þetta styrkir Reykjavík sem áfangastað og ferðamennastað sem fólk sækir,“ segir Heiða Björg. Í kaupsamningi er kvöð um að grunnskólabörn í Reykjavík geti komið í skipulagðar heimsóknir í náttúrusöfn sem verða rekin í Perlunni endurgjaldslaust. Einnig er kveðið á um forkaupsrétt Reykjavíkurborgar sem borgarstjóri telur lykilatriði. „Við viljum að þetta sé staður þar sem eru söfn, afþreying og þetta sé opið hús fyrir almenning. Þetta er auðvitað hús sem hefur skipt okkur Reykvíkinga máli í gegnum tíðina, þannig að ef svo kæmi til, einhvern tímann í framtíðinni, að þessir aðilar vilja ekki reka hér safn lengur og vilji selja þá eiga Reykvíkingar forkaupsrétt á því,“ segir Heiða Björg. Gunnar Gunnarsson er forstjóri Perlunnar.Vísir/Anton Brink Ný gagnvirk eldfjallasýning Borgarstjóri segir kaupverðið nýtast vel í rekstur borginnar og Gunnar er fullviss um að þessi stóra fjárfesting standi undir sér. Við værum ekki að fara út í fjárfestinguna ef reksturinn myndi ekki skila peningum til að borga af lánum og borga Reykjavíkurborg peninginn,“ segir Gunnar. Vísir/Anton Brink Samhliða undirrituninni var ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni kynnt fyrir viðstöddum, þar sem gestir geta virt fyrir sér rennandi hraun og eldfjall í mikilli nálægð. „Við erum búin að búa til sjónræna upplifun sem er ekki til í heiminum,“ segir Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar. Samningurinn kveður á um að um næstu mánaðamót, 1. júní og samhliða afhendingu, greiðist helmingur kaupverðsins, tæpar 1,8 milljarðar króna. Perlan greiðir svo hálfan milljarð 1. júní 2026, 250 milljónir 1. júní 2027 og svo 100 milljónir, með fjögurra prósenta ársvöxtum, á ári allt til ársins 2039. Uppfært: Eldfjallasýningin var ekki opnuð samhliða undirrituninni, líkt og áður sagði, heldur aðeins kynnt fyrir viðstöddum. Salan á Perlunni Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Ferðaþjónusta Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna og fékkst það fyrir. Kaupandinn er Perlan þróunarfélag sem hefur haldið úti náttúrusýningu í byggingunni. Pínkulítið orðlaus Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar skrifuðu undir samninginn í morgun. „Ég er bara ofsalega stoltur og við eigendurnir stoltir af því að vera treyst fyrir þessari stórkostlegu eign. Ég er pínkulítið orðlaus yfir að þetta sé að gerast í dag,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Perlunni. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, undirrituðu í morgun samninginn um sölu borgarinnar á Perlunni. Vísir/Anton Brink Forkaupsréttur borgarinnar lykilatriði Borgarstjóri segist ánægð með kaupendur og Perlan hafi ratað í þessar hendur en félagið hefur hingað til verið leigutaki.„Við hlökkum bara til áframhaldandi samstarfs, uppbyggingar á svæðinu á og þetta styrkir Reykjavík sem áfangastað og ferðamennastað sem fólk sækir,“ segir Heiða Björg. Í kaupsamningi er kvöð um að grunnskólabörn í Reykjavík geti komið í skipulagðar heimsóknir í náttúrusöfn sem verða rekin í Perlunni endurgjaldslaust. Einnig er kveðið á um forkaupsrétt Reykjavíkurborgar sem borgarstjóri telur lykilatriði. „Við viljum að þetta sé staður þar sem eru söfn, afþreying og þetta sé opið hús fyrir almenning. Þetta er auðvitað hús sem hefur skipt okkur Reykvíkinga máli í gegnum tíðina, þannig að ef svo kæmi til, einhvern tímann í framtíðinni, að þessir aðilar vilja ekki reka hér safn lengur og vilji selja þá eiga Reykvíkingar forkaupsrétt á því,“ segir Heiða Björg. Gunnar Gunnarsson er forstjóri Perlunnar.Vísir/Anton Brink Ný gagnvirk eldfjallasýning Borgarstjóri segir kaupverðið nýtast vel í rekstur borginnar og Gunnar er fullviss um að þessi stóra fjárfesting standi undir sér. Við værum ekki að fara út í fjárfestinguna ef reksturinn myndi ekki skila peningum til að borga af lánum og borga Reykjavíkurborg peninginn,“ segir Gunnar. Vísir/Anton Brink Samhliða undirrituninni var ný gagnvirk eldfjallasýning í Perlunni kynnt fyrir viðstöddum, þar sem gestir geta virt fyrir sér rennandi hraun og eldfjall í mikilli nálægð. „Við erum búin að búa til sjónræna upplifun sem er ekki til í heiminum,“ segir Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar. Samningurinn kveður á um að um næstu mánaðamót, 1. júní og samhliða afhendingu, greiðist helmingur kaupverðsins, tæpar 1,8 milljarðar króna. Perlan greiðir svo hálfan milljarð 1. júní 2026, 250 milljónir 1. júní 2027 og svo 100 milljónir, með fjögurra prósenta ársvöxtum, á ári allt til ársins 2039. Uppfært: Eldfjallasýningin var ekki opnuð samhliða undirrituninni, líkt og áður sagði, heldur aðeins kynnt fyrir viðstöddum.
Salan á Perlunni Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Ferðaþjónusta Borgarstjórn Tengdar fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. 22. maí 2025 15:57
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent