Kreppan búin en stemning er samt slæm Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. desember 2013 07:00 Þjóðarsálin virðist ekki nema efnahagsbatann sem endurpeglast í tölum um hagvöxt og framleiðslu, segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í nýrri grein sem hann skrifar í Vísbendingu. Fréttablaðið/Daníel Kreppan er búin, hvort sem litið er til hagvaxtar eða framleiðslustigs. Þetta kemur fram í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og liðsmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, ritar í efnahagsritið Vísbendingu. Hann veltir upp spurningunni af hverju ekki hafi birt meira yfir þjóðarsálinni, þrátt fyrir góðan árangur sem hér hafi náðst í hagstjórn síðustu árin. „Stjórnmálamenn og álitsgjafar halda flestir áfram að mála skrattann á vegginn þó að hagtölur segi að kreppan sé búin,“ segir í grein Gylfa. Hann bendir á að hallarekstur ríkissjóðs hafi minnkað, hagvöxtur verið í nokkur ár, atvinna aukist og skuldir lækkað. Þannig hafi verg landsframleiðsla aukist hér samfellt allt frá miðju ári 2010 og sé nú að ná því stigi sem hún hafi verið á í hápunkti síðustu uppsveiflu. „Til dæmis er hún tæplega sjö prósentum meiri en hún var á þriðja ársfjórðungi árið 2005.“Gylfi ZoëgaEinn þáttur sem gerir að skynjun þjóðarinnar á gangi efnahagsmála er ekki í takt við hagvöxt segir Gylfi til dæmis að þjóðartekjur hafi ekki vaxið að sama skapi. Leita þurfi aftur til 2003 til þess að finna jafnlitlar vergar þjóðartekjur. „Ástæðan er sú að viðskiptakjör eru nú afar slæm og hafa ekki verið jafnslök í áratugi.“ Þannig myndi viðsnúningur á útflutningsmörkuðum, svo sem í Suður-Evrópu bæta lífskjör hér á landi í framtíðinni. Aukinheldur fari hluti þjóðartekna í afborganir af erlendum lánum um leið og samanburðurinn við uppsveifluárin 2006 til 2008 geri fólki erfitt fyrir að meta þann árangur sem náðst hafi. „Ástæðan er sú að lífskjör þessi árin voru betri en hagkerfi okkar getur staðið undir og byggðust að miklu leyti á erlendum lántökum sem fjármöguðu viðskiptahallann,“ segir Gylfi. Eðlilegri samanburður væri við árin 2002 og 2003. Um leið hafi skattar líka verið hækkaðir á einstaklinga. „Á þennan hátt er kannski unnt að skýra af hverju kreppulokum er ekki fagnað meira en raun ber vitni. Það skýrir einnig hvers vegna erlendir greiningaraðilar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og fleiri, líta hagþróunina hér bjartari augum en margir landsmenn.“ Gylfi líkir þjóðinni við fjölskyldu sem þurfi að standa skil á lánum og hafi orðið fyrir kauplækkun, þótt ekki skorti atvinnu. Um leið segir Gylfi lífskjarabata geta látið bíða eftir sér vegna fyrirjáanlegra þungra afborgana af erlendum lánum 2015 til 2018.Við þessar aðstæður ætttu stjórnvöld að leggja áherslu á að efla innlendan sparnað. „Þeir sem leggja áherslu á aukna einkaneyslu við núverandi aðstæður lifa í hugarheimi lokaðs hagkerfis, en ekki í opnu og litlu hagkerfi þar sem stór hluti aukinnar einkaneyslu fer í innflutning og eykur þjóðarútgjöld meira en þjóðarframleiðslu.“ Mikilvægast segir Gylfi þó að búa til umhverfi sem hjálpi nýjum fyrirtækjum að vaxa, dafna og auka framleiðni og tekjur til langs tíma. Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Kreppan er búin, hvort sem litið er til hagvaxtar eða framleiðslustigs. Þetta kemur fram í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og liðsmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, ritar í efnahagsritið Vísbendingu. Hann veltir upp spurningunni af hverju ekki hafi birt meira yfir þjóðarsálinni, þrátt fyrir góðan árangur sem hér hafi náðst í hagstjórn síðustu árin. „Stjórnmálamenn og álitsgjafar halda flestir áfram að mála skrattann á vegginn þó að hagtölur segi að kreppan sé búin,“ segir í grein Gylfa. Hann bendir á að hallarekstur ríkissjóðs hafi minnkað, hagvöxtur verið í nokkur ár, atvinna aukist og skuldir lækkað. Þannig hafi verg landsframleiðsla aukist hér samfellt allt frá miðju ári 2010 og sé nú að ná því stigi sem hún hafi verið á í hápunkti síðustu uppsveiflu. „Til dæmis er hún tæplega sjö prósentum meiri en hún var á þriðja ársfjórðungi árið 2005.“Gylfi ZoëgaEinn þáttur sem gerir að skynjun þjóðarinnar á gangi efnahagsmála er ekki í takt við hagvöxt segir Gylfi til dæmis að þjóðartekjur hafi ekki vaxið að sama skapi. Leita þurfi aftur til 2003 til þess að finna jafnlitlar vergar þjóðartekjur. „Ástæðan er sú að viðskiptakjör eru nú afar slæm og hafa ekki verið jafnslök í áratugi.“ Þannig myndi viðsnúningur á útflutningsmörkuðum, svo sem í Suður-Evrópu bæta lífskjör hér á landi í framtíðinni. Aukinheldur fari hluti þjóðartekna í afborganir af erlendum lánum um leið og samanburðurinn við uppsveifluárin 2006 til 2008 geri fólki erfitt fyrir að meta þann árangur sem náðst hafi. „Ástæðan er sú að lífskjör þessi árin voru betri en hagkerfi okkar getur staðið undir og byggðust að miklu leyti á erlendum lántökum sem fjármöguðu viðskiptahallann,“ segir Gylfi. Eðlilegri samanburður væri við árin 2002 og 2003. Um leið hafi skattar líka verið hækkaðir á einstaklinga. „Á þennan hátt er kannski unnt að skýra af hverju kreppulokum er ekki fagnað meira en raun ber vitni. Það skýrir einnig hvers vegna erlendir greiningaraðilar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og fleiri, líta hagþróunina hér bjartari augum en margir landsmenn.“ Gylfi líkir þjóðinni við fjölskyldu sem þurfi að standa skil á lánum og hafi orðið fyrir kauplækkun, þótt ekki skorti atvinnu. Um leið segir Gylfi lífskjarabata geta látið bíða eftir sér vegna fyrirjáanlegra þungra afborgana af erlendum lánum 2015 til 2018.Við þessar aðstæður ætttu stjórnvöld að leggja áherslu á að efla innlendan sparnað. „Þeir sem leggja áherslu á aukna einkaneyslu við núverandi aðstæður lifa í hugarheimi lokaðs hagkerfis, en ekki í opnu og litlu hagkerfi þar sem stór hluti aukinnar einkaneyslu fer í innflutning og eykur þjóðarútgjöld meira en þjóðarframleiðslu.“ Mikilvægast segir Gylfi þó að búa til umhverfi sem hjálpi nýjum fyrirtækjum að vaxa, dafna og auka framleiðni og tekjur til langs tíma.
Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira