Viðskipti innlent

Ekki tókst að fjármagna kaup Magma-skuldabréfa

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Róbert
Tilboð Landsbréfa í Magma-skuldabréf, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, er fallið úr gildi og skuldabréf Magma því enn til sölu. Frá þessu er sagt í Morgunblaðinu í dag. Landsbréfum tókst ekki að fjármagna kaupin fyrir 30. ágúst. 

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR segir Morgunblaðinu að Orkuveitan sé enn opin fyrir tilboðum í bréfið og segir bæði erlenda og innlenda fjárfesta hafa sýnt því áhuga.

Tilboð Landsbréfa, upp á 8,6 milljarða króna, var samþykkt í sumar og fyrirtækið ætlaði að greiða 5,2 milljarða króna þann 30. ágúst. Fjármögnun þeirrar greiðslu tókst ekki.

Þá segir einnig í Morgunblaðinu að bókfært virði bréfsins hafi lækkað um 16% frá síðustu áramótum og sé nú um 8,1 milljarður króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×