Fleiri fréttir

Gagnrýna 25 ára gamalt neysluviðmið

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir að frumvarp um breytingar á tollalögum leiði ekki til þess að innflutningur á landbúnaðarafurðum verði í samræmi við núverandi neyslu.

Leiguverð hæst í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi

Leiguverðsvísitalan á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 8,7 % undanfarið ár en þetta kemur fram í úttekt Þjóðskrár Íslands sem reiknar vísitöluna út frá meðalfermetraverði.

Vilja fella niður gjaldtöku fyrir tollkvóta

Samkeppniseftirlitið vill að úthlutun tollkvóta á búvörum verði endurgjaldslaus. Með stjórnarfrumvarpi er reynt að laga klúður sem þýddi að tollur á nautakjöti varð miklu hærri en ætlunin var.

Frystihús tekur til starfa í Búðardal

Fiskvinnsla, sem treystir ekki á höfn heldur á trukkaumferð, er hafin í Búðardal. Þetta eina sveitaþorp Dalasýslu hefur áður reynt að gerast sjávarþorp, - snemma á áttunda áratug síðustu aldar, þegar skelfiskvinnsla var stunduð þar um tíma.

Telja sölu ESÍ draga úr nafnvaxtahækkunum

Greiningardeild Arion banka telur að sala á eignum úr safni Eignasafns Seðlabankans muni draga mjög verulega úr þörf og líkum á nafnvaxtahækkunum á næstu mánuðum.

Fréttir um iPhone og Facebook áberandi árið 2013

Í áramótauppgjöri Vísis sést glöggt að fréttir af viðskiptum snúast ekki bara um hækkanir og lækkanir í Kauphöllinni, heldur alls kyns tækninýjungar og fréttir af fólki úr viðskiptalífinu.

Fengu lögbann á vörumerkið Iceland Glacier

Icelandic Water Holdings, sem selur vatn undir merkjum Icelandic Glacial, hefur fengið lögbann á notkun fyrirtækisins Iceland Glacier Wonders á vörumerkinu Iceland Glacier.

Fjallabyggð tekur ekki ný lán

Samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun Fjallabyggðar mun sveitarfélagið fjármagna framkvæmdir með eigin fé, minnka skuldir og ekki taka ný lán næstu fjögur árin.

Ráðuneytin varnarlaus gegn þrýstingi hagsmunaaðila

Prófessor í stjórnmálafræði segir íslensk ráðuneyti vera berskjölduð fyrir þrýstingi hagsmunaaðila af ýmsu tagi. Hann segir ráðuneytin þurfa að þróa vandaðri vinnubrögð við undirbúning frumvarpa.

Arctic Trucks útbúa brynvarða jeppa fyrir norsku sérsveitina

Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks hefur getið sér gott orð víða um heim fyrir sérútbúnu jeppana sína og hefur meðal annars verið í fréttum nýlega vegna ferðar þar sem Harry Bretaprins var meðal þeirra sem fóru á suðurpólinn á bílum frá fyrirtækinu. Jeppar frá Arctic Trucks hafa einnig einnig farið á norðurpólinn. Eitt nýjasta verkefnið er í Noregi þar sem fyrirtækið afhenti nýlega lögreglu ellefu brynvarða Toyota Land Cruiser jeppa.

Fjórar ferðir til Manchester

Áætlunarflug EasyJet milli Íslands og Manchester á Englandi verður aukið frá og með febrúar þegar flogið verður fjóra daga vikunnar í stað tveggja.

Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið

Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs.

Verðfall á minnkaskinnum í Kaupmannahöfn

Verrðfall varð á minkaskinnum á uppboði í Copenhagen Fur um helgina. Verðið hrapaði um hátt í 25 prósent og margir seljendur tóku skinn sín af markaðnum þegar þetta kom í ljós.

Fríverslunarsamningur nauðsynlegur

Ísland hefur forskot á aðrar þjóðir norðurslóða þar sem frá Íslandi eru boðnir reglulegir flutningar til allra þeirra landa sem tilheyra þeim hópi. Útflutningur héðan til Grænlands hefur fimmfaldast á 10 árum. Stór hluti íslenskra útflutningsfyrirtækja horfir til Grænlands.

Grænlenskir selveiðimenn kátir með skinnauppboð

Grænlenskir selveiðimenn eru aftur mættir með afurðir sínar á alþjóðlegan uppboðsmarkað, 35 árum eftir að Greenpeace og franska leikkonan Brigitte Bardot nánast gengu af atvinnuvegi þeirra dauðum.

Olíudraumurinn úti á Skjálfanda

Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas.

Gestur segir réttarfarssekt "óskiljanlega“ - hafa báðir áfrýjað

Lögmennirnir Ragnar Hall og Gestur Jónsson sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá málinu á fyrri stigum og fyrir að misbjóða virðingu Héraðsdóms Reykjavíkur hafa þegar áfrýjað þeirri refsingu sem þeir fengu í dómnum til Hæstaréttar.

Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli

Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi.

16% af þróunaraðstoðinni í vinnu Íslendinga

Sjötta hver króna sem ríkissjóður greiddi á síðasta ári í það sem flokkast til opinberrar þróunaraðstoðar er vegna starfa Íslendinga hér heima og á erlendum vettvangi.

Áhugi almennings á hlutabréfum eykst

Niðurstöður hlutafjárútboða sýna að áhugi almennra fjárfesta á hlutabréfamarkaðinum er að aukast. Tölur um hlutabréfasjóði sýna sömu þróun.

Endanleg áhrif skuldaniðurfærslu á Íbúðalánasjóð óviss

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar við leiðréttingu húsnæðisskulda auka á vanda Íbúðalánasjóðs. Forstjóri sjóðsins segir endanleg áhrif aðgerðanna vegna uppgreiðslu lána óljós. Aðgerðirnar hafi einnig jákvæð áhrif.

Helmingi minna kindakjöt borðað en 1983

Neysla á alifuglakjöti hafði í lok síðasta árs sexfaldast miðað við stöðuna í árslok 1983. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er rýnt í gögn Hagstofu Íslands um kjötneyslu landans.

Egg seljast nú sem aldrei fyrr

Í ár hafa þegar selst fleiri egg en nokkurn tímann áður, jafnvel þó desember sé ekki nema hálfnaður. Á þetta er bent í nýútkomnu Bændablaði.

FÍ kaupir Bernhöftstorfuhús

FÍ fasteignafélag og Minjavernd hafa undirritað kaupsamning um kaup FÍ á fasteignum sem kenndar eru við Bernhöftstorfu.

Sjá næstu 50 fréttir