Viðskipti innlent

Hagnaður Devitos dregst saman milli ára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Devitos Pizza við Hlemm
Devitos Pizza við Hlemm mynd / beiceland.com
Matsölustaðurinn Devitos Pizza, við Hlemm, skilaði minni hagnaði í fyrra en árið 2011 en Viðskiptablaðið greinir frá þessu í gær.

Staðurinn skilaði rúmlega tveggja milljóna króna hagnaði árið 2012 en árið 2011 var hagnaður fyrirtækisins um sex milljónir en þetta kemur fram í ársreikningi Devitos Pizza ehf.

Eignir Devitos Pizza námu í árslok 2012, 73,5 milljónum króna en skuldir fyrirtækisins eru 18,5 milljónir og eigið fé um 55 milljónir króna.

Félagið var stofnað fyrir tíu árum en Devitos Pizza hefur verið á svæðinu í töluvert lengri tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×