Viðskipti innlent

Verðfall á minnkaskinnum í Kaupmannahöfn

Svipmynd frá uppboði Kopenhagen Fur
Svipmynd frá uppboði Kopenhagen Fur
Verrðfall varð á minkaskinnum á uppboði í Copenhagen Fur um helgina. Verðið hrapaði um hátt í 25 prósent og margir seljendur tóku skinn sín af markaðnum þegar þetta kom í ljós.

Eins og fréttastofan hefur greint frá  hafa minkaskinn hækkað mikið í verði undanfarin misseri og hafa íslenskir minkabændur búið sig undir verðlækkun, en hún varð meiri en búist var við.

Má meðal annars rekja það til þess að það sem af er vetri hefur verið hlýrra í Kína en undanfarna vetur, en Kínverjar eru mjög stórir kaukpendur minkaskinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×