Grænlenskir selveiðimenn kátir með skinnauppboð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2013 06:30 Skinn frá grænlenskum selveiðimönnum voru seld á uppboði í Kaupmannahöfn um helgina. Grænlenskir selveiðimenn eru aftur mættir með afurðir sínar á alþjóðlegan uppboðsmarkað, 35 árum eftir að Greenpeace og franska leikkonan Brigitte Bardot nánast gengu af atvinnuvegi þeirra dauðum. Ellefu þúsund grænlensk selskinn voru boðin upp í Kaupmannahöfn um helgina en þetta var fyrsta uppboðið eftir að sölusamtök Grænlendinga, Great Greenland, og Kopenhagen Fur, stærsta skinnauppboðshús heims, hófu samstarf um að bjóða upp selskinn. Meira en helmingur grænlensku selskinnanna seldist á fyrsta uppboðsdegi. Þótt talsmenn Great Greenland segi að verðið hefði mátt vera hærra eru þeir ánægðir. Markaðurinn sé núna tilbúinn að taka við grænlenskum selskinnum. „Þetta var virkilega góð byrjun. Kaupendurnir eru jú komnir til baka og þeir vita núna að hér geta þeir fengið skinn og þetta er leiðin sem við förum í framtíðinni,“ sagði Lars Berg, talsmaður grænlenskra selskinnaframleiðenda, í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR. Verðið náði þó ekki fyrri hæðum. Fyrir vöðuselsskinn fengust allt að 12.000 krónur íslenskar og fyrir hringanóraskinn fengust um 7.500 krónur. Þótt Grænlendingar segi skinnin hafa selst skammarlega ódýrt telja þeir mikilvægt að hafa komist að á stærsta pelsamarkaði heims og að geta stoltir kynnt framleiðslu sína. Selskinnin seldust til aðila víða um heim. Þannig keypti kínverska fyrirtækið Hei Tu Di 1.500 skinn til að nota í jakka, töskur, skó og fylgihluti. Danska fyrirtækið Mogens Alex Petersen reyndist stærsti kaupandinn, með 2.500 skinn, fyrir yfirhafnir og skó.Myndir af Brigitte Bardot með kópnum áttu þátt í að knésetja selveiðar Grænlendinga.„Við viljum gjarnan koma grænlenska selnum á framfæri á ný. Greenpeace og Brigitte Bardot knésettu greinina á sínum tíma. Við höfum síðan verið að berjast við að koma þessu á legg aftur. Stundum hefur okkur tekist að selja ágætlega og nú vonumst við til að við séum á leið inn í slíkt tímabil,“ sagði fulltrúi stærsta kaupandans. Herferð Greenpeace og Brigitte Bardot, sem náði hámarki árið 1978, var einkum beint gegn selveiðum Kanadamanna en hafði einnig afgerandi áhrif á afkomu íslenskra selabænda. Á árunum þar á undan höfðu um 200 selabændur á Íslandi umtalsverðar hlunnindatekjur af selveiðum. Verðhrun á selskinnum var rakið til herferðarinnar og fækkaði selabændum hérlendis á skömmum tíma niður í 30. Til að skapa aukinn skilning umheimsins á selveiðum sínum hafa Grænlendingar látið gera kynningarmyndband sem sjá má hér. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Grænlenskir selveiðimenn eru aftur mættir með afurðir sínar á alþjóðlegan uppboðsmarkað, 35 árum eftir að Greenpeace og franska leikkonan Brigitte Bardot nánast gengu af atvinnuvegi þeirra dauðum. Ellefu þúsund grænlensk selskinn voru boðin upp í Kaupmannahöfn um helgina en þetta var fyrsta uppboðið eftir að sölusamtök Grænlendinga, Great Greenland, og Kopenhagen Fur, stærsta skinnauppboðshús heims, hófu samstarf um að bjóða upp selskinn. Meira en helmingur grænlensku selskinnanna seldist á fyrsta uppboðsdegi. Þótt talsmenn Great Greenland segi að verðið hefði mátt vera hærra eru þeir ánægðir. Markaðurinn sé núna tilbúinn að taka við grænlenskum selskinnum. „Þetta var virkilega góð byrjun. Kaupendurnir eru jú komnir til baka og þeir vita núna að hér geta þeir fengið skinn og þetta er leiðin sem við förum í framtíðinni,“ sagði Lars Berg, talsmaður grænlenskra selskinnaframleiðenda, í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR. Verðið náði þó ekki fyrri hæðum. Fyrir vöðuselsskinn fengust allt að 12.000 krónur íslenskar og fyrir hringanóraskinn fengust um 7.500 krónur. Þótt Grænlendingar segi skinnin hafa selst skammarlega ódýrt telja þeir mikilvægt að hafa komist að á stærsta pelsamarkaði heims og að geta stoltir kynnt framleiðslu sína. Selskinnin seldust til aðila víða um heim. Þannig keypti kínverska fyrirtækið Hei Tu Di 1.500 skinn til að nota í jakka, töskur, skó og fylgihluti. Danska fyrirtækið Mogens Alex Petersen reyndist stærsti kaupandinn, með 2.500 skinn, fyrir yfirhafnir og skó.Myndir af Brigitte Bardot með kópnum áttu þátt í að knésetja selveiðar Grænlendinga.„Við viljum gjarnan koma grænlenska selnum á framfæri á ný. Greenpeace og Brigitte Bardot knésettu greinina á sínum tíma. Við höfum síðan verið að berjast við að koma þessu á legg aftur. Stundum hefur okkur tekist að selja ágætlega og nú vonumst við til að við séum á leið inn í slíkt tímabil,“ sagði fulltrúi stærsta kaupandans. Herferð Greenpeace og Brigitte Bardot, sem náði hámarki árið 1978, var einkum beint gegn selveiðum Kanadamanna en hafði einnig afgerandi áhrif á afkomu íslenskra selabænda. Á árunum þar á undan höfðu um 200 selabændur á Íslandi umtalsverðar hlunnindatekjur af selveiðum. Verðhrun á selskinnum var rakið til herferðarinnar og fækkaði selabændum hérlendis á skömmum tíma niður í 30. Til að skapa aukinn skilning umheimsins á selveiðum sínum hafa Grænlendingar látið gera kynningarmyndband sem sjá má hér.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira