Grænlenskir selveiðimenn kátir með skinnauppboð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2013 06:30 Skinn frá grænlenskum selveiðimönnum voru seld á uppboði í Kaupmannahöfn um helgina. Grænlenskir selveiðimenn eru aftur mættir með afurðir sínar á alþjóðlegan uppboðsmarkað, 35 árum eftir að Greenpeace og franska leikkonan Brigitte Bardot nánast gengu af atvinnuvegi þeirra dauðum. Ellefu þúsund grænlensk selskinn voru boðin upp í Kaupmannahöfn um helgina en þetta var fyrsta uppboðið eftir að sölusamtök Grænlendinga, Great Greenland, og Kopenhagen Fur, stærsta skinnauppboðshús heims, hófu samstarf um að bjóða upp selskinn. Meira en helmingur grænlensku selskinnanna seldist á fyrsta uppboðsdegi. Þótt talsmenn Great Greenland segi að verðið hefði mátt vera hærra eru þeir ánægðir. Markaðurinn sé núna tilbúinn að taka við grænlenskum selskinnum. „Þetta var virkilega góð byrjun. Kaupendurnir eru jú komnir til baka og þeir vita núna að hér geta þeir fengið skinn og þetta er leiðin sem við förum í framtíðinni,“ sagði Lars Berg, talsmaður grænlenskra selskinnaframleiðenda, í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR. Verðið náði þó ekki fyrri hæðum. Fyrir vöðuselsskinn fengust allt að 12.000 krónur íslenskar og fyrir hringanóraskinn fengust um 7.500 krónur. Þótt Grænlendingar segi skinnin hafa selst skammarlega ódýrt telja þeir mikilvægt að hafa komist að á stærsta pelsamarkaði heims og að geta stoltir kynnt framleiðslu sína. Selskinnin seldust til aðila víða um heim. Þannig keypti kínverska fyrirtækið Hei Tu Di 1.500 skinn til að nota í jakka, töskur, skó og fylgihluti. Danska fyrirtækið Mogens Alex Petersen reyndist stærsti kaupandinn, með 2.500 skinn, fyrir yfirhafnir og skó.Myndir af Brigitte Bardot með kópnum áttu þátt í að knésetja selveiðar Grænlendinga.„Við viljum gjarnan koma grænlenska selnum á framfæri á ný. Greenpeace og Brigitte Bardot knésettu greinina á sínum tíma. Við höfum síðan verið að berjast við að koma þessu á legg aftur. Stundum hefur okkur tekist að selja ágætlega og nú vonumst við til að við séum á leið inn í slíkt tímabil,“ sagði fulltrúi stærsta kaupandans. Herferð Greenpeace og Brigitte Bardot, sem náði hámarki árið 1978, var einkum beint gegn selveiðum Kanadamanna en hafði einnig afgerandi áhrif á afkomu íslenskra selabænda. Á árunum þar á undan höfðu um 200 selabændur á Íslandi umtalsverðar hlunnindatekjur af selveiðum. Verðhrun á selskinnum var rakið til herferðarinnar og fækkaði selabændum hérlendis á skömmum tíma niður í 30. Til að skapa aukinn skilning umheimsins á selveiðum sínum hafa Grænlendingar látið gera kynningarmyndband sem sjá má hér. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Grænlenskir selveiðimenn eru aftur mættir með afurðir sínar á alþjóðlegan uppboðsmarkað, 35 árum eftir að Greenpeace og franska leikkonan Brigitte Bardot nánast gengu af atvinnuvegi þeirra dauðum. Ellefu þúsund grænlensk selskinn voru boðin upp í Kaupmannahöfn um helgina en þetta var fyrsta uppboðið eftir að sölusamtök Grænlendinga, Great Greenland, og Kopenhagen Fur, stærsta skinnauppboðshús heims, hófu samstarf um að bjóða upp selskinn. Meira en helmingur grænlensku selskinnanna seldist á fyrsta uppboðsdegi. Þótt talsmenn Great Greenland segi að verðið hefði mátt vera hærra eru þeir ánægðir. Markaðurinn sé núna tilbúinn að taka við grænlenskum selskinnum. „Þetta var virkilega góð byrjun. Kaupendurnir eru jú komnir til baka og þeir vita núna að hér geta þeir fengið skinn og þetta er leiðin sem við förum í framtíðinni,“ sagði Lars Berg, talsmaður grænlenskra selskinnaframleiðenda, í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR. Verðið náði þó ekki fyrri hæðum. Fyrir vöðuselsskinn fengust allt að 12.000 krónur íslenskar og fyrir hringanóraskinn fengust um 7.500 krónur. Þótt Grænlendingar segi skinnin hafa selst skammarlega ódýrt telja þeir mikilvægt að hafa komist að á stærsta pelsamarkaði heims og að geta stoltir kynnt framleiðslu sína. Selskinnin seldust til aðila víða um heim. Þannig keypti kínverska fyrirtækið Hei Tu Di 1.500 skinn til að nota í jakka, töskur, skó og fylgihluti. Danska fyrirtækið Mogens Alex Petersen reyndist stærsti kaupandinn, með 2.500 skinn, fyrir yfirhafnir og skó.Myndir af Brigitte Bardot með kópnum áttu þátt í að knésetja selveiðar Grænlendinga.„Við viljum gjarnan koma grænlenska selnum á framfæri á ný. Greenpeace og Brigitte Bardot knésettu greinina á sínum tíma. Við höfum síðan verið að berjast við að koma þessu á legg aftur. Stundum hefur okkur tekist að selja ágætlega og nú vonumst við til að við séum á leið inn í slíkt tímabil,“ sagði fulltrúi stærsta kaupandans. Herferð Greenpeace og Brigitte Bardot, sem náði hámarki árið 1978, var einkum beint gegn selveiðum Kanadamanna en hafði einnig afgerandi áhrif á afkomu íslenskra selabænda. Á árunum þar á undan höfðu um 200 selabændur á Íslandi umtalsverðar hlunnindatekjur af selveiðum. Verðhrun á selskinnum var rakið til herferðarinnar og fækkaði selabændum hérlendis á skömmum tíma niður í 30. Til að skapa aukinn skilning umheimsins á selveiðum sínum hafa Grænlendingar látið gera kynningarmyndband sem sjá má hér.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira