Fyrstu tveimur sérleyfunum var úthlutað við athöfn í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina í byrjun þessa árs að viðstöddum olíumálaráðherra Noregs. Hjá Orkustofnun stefna menn að því að úthluta þriðja leyfinu fljótlega eftir áramót en ekki liggur fyrir hvort það verði gert með álíka viðhöfn og síðast.
