Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Árni Sæberg skrifar 7. janúar 2026 12:49 Freyr, til vinstri, og Ólafur Karl. Kapp Freyr Friðriksson, stofnandi og eigandi Kapps ehf. hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra Kapps, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Kapp sé íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfi sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi, kjúklingaframleiðslu, smávöruverslanir og annan iðnað. Stofnaði félagið með tvær hendur tómar Freyr hafi stofnað Kapp ásamt eiginkonu sinni Elfu Hrönn Valdimarsdóttur fyrir 27 árum en félagið hafi vaxið gríðarlega á þeim tíma. Félagið hafi fyrir nokkrum árum Kami Tech Inc. í Seattle í Bandaríkjunum og hafi síðan tekið til við framleiðslu á Kapp búnaði þar í landi. Jafnframt hafi Kapp byggt upp öflugt sölu- og markaðsstarf á alþjóðlegum markaði og nú þegar sjáist árangur af þeirri uppbyggingu. Á sama tíma hafi Kapp keypt allar eignir og einkaleyfi úr þrotabúi Skagans 3X og endurreist starfsemi fyrirtækisins undir merkjum Kapps. Með þessum kaupum hafi félagið styrkt stöðu sína verulega á sviði hátæknilausna fyrir matvælaiðnað og bætt við sig þekkingu og vörum, sem falli vel að núverandi starfsemi. „Þetta hefur verið mikið ævintýri. Ég stofnaði Kapp með tvær hendur tómar fyrir 27 árum og þá aðeins 23 ára gamall. Ég er ekki hættur en fylgist nú með rekstrinum og hef góða yfirsýn yfir allt sviðið sem stjórnarformaður. Ólafur Karl tekur nú við stjórnartaumunum sem forstjóri og ég treysti honum afar vel til að stýra félaginu á þeirri góðu vegferð sem það er á. Reynsla hans mun nýtast Kapp vel til frekari vaxtar og styrkingar hér heima sem og á alþjóðavettvangi,“ er haft eftir Frey. Þakkar traustið Þá er haft eftir Ólafi Karli að hann sé þakklátur því trausti sem honum hafi verið sýnt með ráðningunni í starf forstjóra félagsins. Freyr og fjölskylda hans hafi byggt upp góðan rekstur og sterkt vörumerki Kapps með mikilli seiglu, framtíðarsýn og dugnaði í gegnum árin. „Verandi alinn upp í fjölskyldurekstri sjálfur, er það mér sérstaklega mikill heiður að vera sýnt það mikla traust að fá að leiða KAPP inní næsta vaxtakafla. Við Freyr erum með sömu sýn á áherslur í rekstri og framtíð félagsins, því hlakka ég mikið til þess að takast á við verkefnið með sterku starfsfólki KAPP. Félagið á að baki afar gott rekstrarár þar sem fjölmörg framfaramál og áhugaverðar fjárfestingar hafa markað spor í starfsemina. Það var stórt skref stígið í lok 2024 með því að fara í þær stóru fjárfestingar sem við gerðum. Það er mikil vinna fólgin í því að samþætta rekstur nokkura félaga undir merkjum KAPP en halda á sama tíma sjó innan þeirra rekstrareininga sem við rákum fyrir. Við höfum hér um bil tvöfaldað starfsmannafjöldan síðastliðið ár og veltan vaxið í sama hlutfalli. Næsta ár fer í að byggja ofan á þennan góða grunn og halda áfram að þróast. Ég hlakka til komandi ára með öflugu starfsfólki félagsins og náinni samvinnu við viðskiptavini.“ Vistaskipti Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Kapp sé íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfi sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi, kjúklingaframleiðslu, smávöruverslanir og annan iðnað. Stofnaði félagið með tvær hendur tómar Freyr hafi stofnað Kapp ásamt eiginkonu sinni Elfu Hrönn Valdimarsdóttur fyrir 27 árum en félagið hafi vaxið gríðarlega á þeim tíma. Félagið hafi fyrir nokkrum árum Kami Tech Inc. í Seattle í Bandaríkjunum og hafi síðan tekið til við framleiðslu á Kapp búnaði þar í landi. Jafnframt hafi Kapp byggt upp öflugt sölu- og markaðsstarf á alþjóðlegum markaði og nú þegar sjáist árangur af þeirri uppbyggingu. Á sama tíma hafi Kapp keypt allar eignir og einkaleyfi úr þrotabúi Skagans 3X og endurreist starfsemi fyrirtækisins undir merkjum Kapps. Með þessum kaupum hafi félagið styrkt stöðu sína verulega á sviði hátæknilausna fyrir matvælaiðnað og bætt við sig þekkingu og vörum, sem falli vel að núverandi starfsemi. „Þetta hefur verið mikið ævintýri. Ég stofnaði Kapp með tvær hendur tómar fyrir 27 árum og þá aðeins 23 ára gamall. Ég er ekki hættur en fylgist nú með rekstrinum og hef góða yfirsýn yfir allt sviðið sem stjórnarformaður. Ólafur Karl tekur nú við stjórnartaumunum sem forstjóri og ég treysti honum afar vel til að stýra félaginu á þeirri góðu vegferð sem það er á. Reynsla hans mun nýtast Kapp vel til frekari vaxtar og styrkingar hér heima sem og á alþjóðavettvangi,“ er haft eftir Frey. Þakkar traustið Þá er haft eftir Ólafi Karli að hann sé þakklátur því trausti sem honum hafi verið sýnt með ráðningunni í starf forstjóra félagsins. Freyr og fjölskylda hans hafi byggt upp góðan rekstur og sterkt vörumerki Kapps með mikilli seiglu, framtíðarsýn og dugnaði í gegnum árin. „Verandi alinn upp í fjölskyldurekstri sjálfur, er það mér sérstaklega mikill heiður að vera sýnt það mikla traust að fá að leiða KAPP inní næsta vaxtakafla. Við Freyr erum með sömu sýn á áherslur í rekstri og framtíð félagsins, því hlakka ég mikið til þess að takast á við verkefnið með sterku starfsfólki KAPP. Félagið á að baki afar gott rekstrarár þar sem fjölmörg framfaramál og áhugaverðar fjárfestingar hafa markað spor í starfsemina. Það var stórt skref stígið í lok 2024 með því að fara í þær stóru fjárfestingar sem við gerðum. Það er mikil vinna fólgin í því að samþætta rekstur nokkura félaga undir merkjum KAPP en halda á sama tíma sjó innan þeirra rekstrareininga sem við rákum fyrir. Við höfum hér um bil tvöfaldað starfsmannafjöldan síðastliðið ár og veltan vaxið í sama hlutfalli. Næsta ár fer í að byggja ofan á þennan góða grunn og halda áfram að þróast. Ég hlakka til komandi ára með öflugu starfsfólki félagsins og náinni samvinnu við viðskiptavini.“
Vistaskipti Nýsköpun Sjávarútvegur Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira