Viðskipti innlent

Fjórar ferðir til Manchester

Freyr Bjarnason skrifar
Flugfélagið hefur flogið til Manchester á Englandi í eitt ár.
Flugfélagið hefur flogið til Manchester á Englandi í eitt ár.
Áætlunarflug EasyJet milli Íslands og Manchester á Englandi verður aukið frá og með febrúar þegar flogið verður fjóra daga vikunnar í stað tveggja.

Fjölgunin markar ársafmæli Manchester-flugs EasyJet.

EasyJet, sem er eitt stærsta flugfélag Evrópu, flýgur nú til fjögurra áfangastaða frá Íslandi allan ársins hring: London, Manchester, Bristol og Edinborgar og í apríl hefst beint flug til Basel í Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×