Viðskipti innlent

Helmingi minna kindakjöt borðað en 1983

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Í kjúklingabúi. Frá 1983 til 2012 hefur neysla alifuglakjöts farið úr 4,3 kílóum á mann í 26 kíló.
Í kjúklingabúi. Frá 1983 til 2012 hefur neysla alifuglakjöts farið úr 4,3 kílóum á mann í 26 kíló. Fréttablaðið/AP
Neysla á alifuglakjöti hafði í lok síðasta árs sexfaldast miðað við stöðuna í árslok 1983. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er rýnt í gögn Hagstofu Íslands um kjötneyslu landans.

Fram kemur í blaðinu að verulegar breytingar hafi orðið á neyslumynstri Íalendinga frá 1983. Um leið hafi fólki fjölgað í landinu úr 236 þúsundum í nær 322 þúsund. „Samkvæmt þessum tölum var neyslan á kindakjöti í árslok 2012 innan við helmingur þess sem hún var í árslok 1983.“

Áður var kindakjöt uppistaðan, en 1983 neyttu Íslendingar að meðaltali 45,3 kílóa á mann. „Neysla á kindakjöti minnkaði síðan jafnt og þétt þar til hún náði lágmarki árið 2011 í 18,8 kílóum á mann, eða 24 prósentum af heildarkjötneyslunni,“ segir í Bændablaðinu.

Frá þeim tíma hafi neysla kindakjöts svo aukist aftur, komin í 26 prósent í árslok 2012. Alifuglar eru hins vegar enn í sókn, tóku fram úr kindakjöti 2007 og var í lok síðasta árs komin í 26 kíló á mann, 32 prósent af heildarneyslu.

Umfjöllun Bændablaðsins má lesa hér á vef blaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×