Viðskipti innlent

Egg seljast nú sem aldrei fyrr

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Með fjölgun ferðamanna hafa sumarmánuðirnir tekið fram úr desember í sölu eggja.
Með fjölgun ferðamanna hafa sumarmánuðirnir tekið fram úr desember í sölu eggja. Nordicphotos/Getty Images
Í ár hafa þegar selst fleiri egg en nokkurn tímann áður, jafnvel þó desember sé ekki nema hálfnaður. Á þetta er bent í nýútkomnu Bændablaði.

„Það fór að bera á því fyrir svona tveimur til þremur árum að sala á eggjum fór að aukast,“ er í blaðinu haft eftir Þorsteini Sigmundssyni, eggja- og kjúklingabónda í Elliðahvammi.

Hann segir breytinguna hafa verið rakta til lífstílsbreytinga sem áhrif hafi á mataræði með áherslu á lífið af einföldum kolvetnum í fæðu. „Þannig að yngra fólk er aftur orði að virkum neytendum eggja.“ Þá er söluaukningin einnig rakin til aukningar ferðamanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×