Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. desember 2013 11:51 Hreiðar Már Sigurðsson einn sakborninga í Al-Thani málinu ásamt verjanda sínum, Herði Felix Harðarsyni, t.v. 365/GVA Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi.Sjálfgefið að áfrýja „Dómurinn er vonbrigði og kemur á óvart af mörgum ástæðum. Það er sjálfgefið að honum verður áfrýjað,“ segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar. Ólafur Ólafsson sendi tilkynningu í gær þar sem hann sagðist þegar hafa tekið ákvörðun um áfrýjun. Þá ætla Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson einnig að áfrýja dómnum. Þetta kemur ekki á óvart enda er dómur yfir Hreiðari Má og Sigurði þyngsti dómur sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi.Hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Hreiðar Már sem var fundinn sekur um umboðssvik og markaðsmisnotkun var dæmdur í 5 og hálfs árs fangelsi og þá þarf hann að greiða verjanda sínum Herði Felix 33,5 milljónir króna í málsvarnarlaun. Svo virðist sem dómurinn hafi dæmt í öllum tilvikum málsvarnarlaun í samræmi við tímaskýrslu verjenda. Verjendur fengu dæmdar samtals 88,7 milljónir króna í málsvarnarlaun þegar dómurinn var kveðinn upp í gær. Há málsvarnarlaun í sakamáli hér á landi eru ekki óþekkt. Þannig voru Gesti Jónssyni, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, dæmdar 20,9 milljónir króna í málsvarnarlaun á báðum dómstigum í Baugsmálinu hinn 5. júní 2008 og greiddust þau úr ríkissjóði þar sem sýknað var af flestum ákæruliðum. Ítarefni: Þungur dómur yfir KaupþingsmönnumFréttaskýring um Al-Thani máliðRagnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi.Sjálfgefið að áfrýja „Dómurinn er vonbrigði og kemur á óvart af mörgum ástæðum. Það er sjálfgefið að honum verður áfrýjað,“ segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar. Ólafur Ólafsson sendi tilkynningu í gær þar sem hann sagðist þegar hafa tekið ákvörðun um áfrýjun. Þá ætla Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson einnig að áfrýja dómnum. Þetta kemur ekki á óvart enda er dómur yfir Hreiðari Má og Sigurði þyngsti dómur sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi.Hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Hreiðar Már sem var fundinn sekur um umboðssvik og markaðsmisnotkun var dæmdur í 5 og hálfs árs fangelsi og þá þarf hann að greiða verjanda sínum Herði Felix 33,5 milljónir króna í málsvarnarlaun. Svo virðist sem dómurinn hafi dæmt í öllum tilvikum málsvarnarlaun í samræmi við tímaskýrslu verjenda. Verjendur fengu dæmdar samtals 88,7 milljónir króna í málsvarnarlaun þegar dómurinn var kveðinn upp í gær. Há málsvarnarlaun í sakamáli hér á landi eru ekki óþekkt. Þannig voru Gesti Jónssyni, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, dæmdar 20,9 milljónir króna í málsvarnarlaun á báðum dómstigum í Baugsmálinu hinn 5. júní 2008 og greiddust þau úr ríkissjóði þar sem sýknað var af flestum ákæruliðum. Ítarefni: Þungur dómur yfir KaupþingsmönnumFréttaskýring um Al-Thani máliðRagnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira