Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. desember 2013 11:51 Hreiðar Már Sigurðsson einn sakborninga í Al-Thani málinu ásamt verjanda sínum, Herði Felix Harðarsyni, t.v. 365/GVA Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi.Sjálfgefið að áfrýja „Dómurinn er vonbrigði og kemur á óvart af mörgum ástæðum. Það er sjálfgefið að honum verður áfrýjað,“ segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar. Ólafur Ólafsson sendi tilkynningu í gær þar sem hann sagðist þegar hafa tekið ákvörðun um áfrýjun. Þá ætla Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson einnig að áfrýja dómnum. Þetta kemur ekki á óvart enda er dómur yfir Hreiðari Má og Sigurði þyngsti dómur sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi.Hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Hreiðar Már sem var fundinn sekur um umboðssvik og markaðsmisnotkun var dæmdur í 5 og hálfs árs fangelsi og þá þarf hann að greiða verjanda sínum Herði Felix 33,5 milljónir króna í málsvarnarlaun. Svo virðist sem dómurinn hafi dæmt í öllum tilvikum málsvarnarlaun í samræmi við tímaskýrslu verjenda. Verjendur fengu dæmdar samtals 88,7 milljónir króna í málsvarnarlaun þegar dómurinn var kveðinn upp í gær. Há málsvarnarlaun í sakamáli hér á landi eru ekki óþekkt. Þannig voru Gesti Jónssyni, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, dæmdar 20,9 milljónir króna í málsvarnarlaun á báðum dómstigum í Baugsmálinu hinn 5. júní 2008 og greiddust þau úr ríkissjóði þar sem sýknað var af flestum ákæruliðum. Ítarefni: Þungur dómur yfir KaupþingsmönnumFréttaskýring um Al-Thani máliðRagnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi.Sjálfgefið að áfrýja „Dómurinn er vonbrigði og kemur á óvart af mörgum ástæðum. Það er sjálfgefið að honum verður áfrýjað,“ segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar. Ólafur Ólafsson sendi tilkynningu í gær þar sem hann sagðist þegar hafa tekið ákvörðun um áfrýjun. Þá ætla Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson einnig að áfrýja dómnum. Þetta kemur ekki á óvart enda er dómur yfir Hreiðari Má og Sigurði þyngsti dómur sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi.Hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Hreiðar Már sem var fundinn sekur um umboðssvik og markaðsmisnotkun var dæmdur í 5 og hálfs árs fangelsi og þá þarf hann að greiða verjanda sínum Herði Felix 33,5 milljónir króna í málsvarnarlaun. Svo virðist sem dómurinn hafi dæmt í öllum tilvikum málsvarnarlaun í samræmi við tímaskýrslu verjenda. Verjendur fengu dæmdar samtals 88,7 milljónir króna í málsvarnarlaun þegar dómurinn var kveðinn upp í gær. Há málsvarnarlaun í sakamáli hér á landi eru ekki óþekkt. Þannig voru Gesti Jónssyni, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, dæmdar 20,9 milljónir króna í málsvarnarlaun á báðum dómstigum í Baugsmálinu hinn 5. júní 2008 og greiddust þau úr ríkissjóði þar sem sýknað var af flestum ákæruliðum. Ítarefni: Þungur dómur yfir KaupþingsmönnumFréttaskýring um Al-Thani máliðRagnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira