Viðskipti innlent

Kristján Freyr Kristjánsson hættir sem framkvæmdastjóri Klak Innovit

Kristján Freyr Kristjánsson
Kristján Freyr Kristjánsson
Kristján Freyr Kristjánsson hefur sagt starfi sínu lausu hjá Klak Innovit að eigin ósk.

Kristján hefur starfað hjá félaginu í fimm ár, þar af um þrjú sem framkvæmdastjóri. Kristján verður fyrirtækinu áfram innan handar sem ráðgjafi og hluthafi.

„Síðustu ár hafa verið viðburðarrík í starfsemi félagsins og stýrir það nú alls 13 verkefnum sem styðja við frumkvöðla- og sprotafyrirtæki hér á landi og erlendis. Má þar nefna stærri verkefni á borð við StartUpReykjavik, Gulleggið, Atvinnu-og Nýsköpunarhelgar og Seed Forum. Síðustu misseri hefur verið uppgangur hjá Klak Innovit og orðið viðsnúningur á rekstri félagsins sem stendur nú traustum fótum. Kristján er ungur og kraftmikill leiðtogi sem hefur verið unun af að starfa með,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, stjórnarformaður Klak Innovit.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×