Fleiri fréttir

Norðurál bauð líka í hlutinn í HS Orku

Norðurál hafði hug á að kaupa hlut Geysis Green Energy í HS Orku árið 2009. Íslandsbanki sá um söluna og ákveðið var að ganga frekar að tilboði Magma Energy Sweden, dótturfyrirtækis kanadíska fyrirtækisins Magma Energy.

Útgjöld hækkuðu um 3%

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 23,6 milljarða króna á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta er nokkru hagstæðari niðurstaða en á sama tíma í fyrra, en mun lakari afkoma en á fyrsta ársfjórðungi 2011. Þá var hún neikvæð um 17 milljarða króna. Tekjuhallinn nam 5,9% af landsframleiðslu ársfjórðungsins og 14,4% af tekjum hins opinbera.

Fékk 10 milljónir gefins frá Búnaðarbankanum

Viðskiptavinur Búnaðarbankans fékk tæpar tíu milljónir króna ofgreiddar úr fjárfestingarsjóði fyrir mistök. Viðskiptavinurinn var ekki krafinn um endurgreiðslu fjárhæðarinnar, en tapið var fyrst gjaldfært í bókum Arion banka á þessu ári.

Um 60 milljarða halli

Tekjur ríkissjóðs á fyrstu sjö mánuðum ársins voru um 64 milljörðum lægri en greidd gjöld á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Þetta kemur fram í greinargerð um greiðslujöfnuð ríkissjóðs. Greidd gjöld voru rúmir 307 milljarðar króna, en innheimtar tekjur voru um 242 milljarðar króna.

Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ gagnrýnir fjármálaráðherra harðlega

Gunnar Þórarinsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir það alvarlegri tíðindi en orð fá lýst, hafi fjármálaráðherra beitt sér á bak við tjöldin til að tryggja að ekkert yrði af uppbyggingu álvers í Helguvík, eins og Morgunblaðið heldur fram í grein Agnesar Bragadóttur í dag.

Óska eftir fundi í iðnaðarnefnd vegna Morgunblaðsgreinar

Þingmennirnir Tryggvi Þór Herbertsson, Jón Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, hafa óskað eftir fundi í iðnaðarnefnd Í tilefni af frétt í Morgunblaðinu í morgun um að fjármálaráðherra hafi ástunda einhverskonar baktjaldamakk í tengslum við Magma-málið svokallaða.

Landsframleiðsla dróst saman

Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 4 prósent, samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2010. Þetta er verulega minni samdráttur en árið 2009 þegar hann nam 6,7 prósent, segir á vef Hagstofunnar.

Björgólfur: Hvers vegna eru ekki fleiri gjaldþrota?

"Einkavæðing bankanna árið 2002 var veikburða ferli og sýktist af pólitík. Það var röng ákvörðun að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, í erindi sem hann hélt á málþingi í Kaupmannahöfn á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen og Norðurlanda í brennidepli.

Turner kaupir Latabæ - Magnús enn við stjórnvölinn

Samningar hafa tekist um kaup fjölmiðlarisans Turner Broadcasting á Latabæ, hugarfóstri Magnúsar Scheving. Breska blaðið Guardian segir frá málinu en þar kemur fram að samningurinn sé metinn á fimmtán milljónir punda, eða um 2,7 milljarða íslenskra króna.

Gjaldeyrishöft veittu skjól - en skaða hagkerfið til lengri tíma

Frá því á haustmánuðum 2008 hefur íslenska hagkerfið verið lokað með gjaldeyrishöftum. Höftin veittu skjól til skamms tíma en valda skaða til lengri tíma. Nú reyna stjórnvöld að afnema höftin með sem minnstum tilkostnaði en skiptar skoðanir eru um áætlun stjórnvalda.

Fáir útlendingar vilja fjárfesta hér á landi

Indverski fjárfestirinn Bala Kamallakharan segir neikvætt viðhorf gagnvart áhættufjárfestingum hér hafa komið sér vel. Hann segir mikilvægt að frumkvöðlar vilji sigra heiminn.

Óvissa með millilandaflug Delta

Óvissa er um áframhaldandi flug á vegum bandaríska flugfélagsins Delta samkvæmt frétt sem finna má á vefsíðunni Túristi.is. Þar kemur fram að hægt sé að bóka flug milli Keflavíkur og New York í júní og júlí á næsta ári.

Flytja Gouda ost til Hollands - útflutningskvótinn er þó að klárast

Mjólkursamsalan (MS) flutti á dögunum út gám af gouda osti til Hollands. Það er í fyrsta skipti í tólf ár sem fastur ostur er fluttur út frá Íslandi og síðast var fastur ostur fluttur út að einhverju ráði árið 1992. Þetta kemur fram á heimasíðu Bændablaðsins.

Fáir útlendingar vilja fjárfesta hér á landi

„Það er ömurlegt að fjárfesta á Íslandi. Hér eru gjaldeyrishöft og ríkisstjórninni virðist nákvæmlega sama um það þótt erlendir fjárfestar vilji ekki festa fé sitt hér,“ segir fjárfestirinn Balan Kamallakharan.

Tólf milljarðar aflandskróna

Fjárfest var fyrir tæpa 11,8 milljarða króna hér á landi í fyrra. Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við spurningu Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um innflutning á aflandskrónum. Spurningin var lögð fram snemma í júní og svaraði Árni Páll henni í gær.

Músik Express aðstoðar tónlistarmenn í útrás

Iceland Express og ÚTÓN, útflutningsmiðstöð íslenskrar tónlistar, hafa gert með sér samkomulag um stofnun Músík Express, sem er samstarf um stuðning við íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að íslensk menning, ekki hvað síst íslensk tónlist, hafi lagt mikið af mörkum við kynningu á Íslandi og þar af leiðandi til íslenskrar ferðamannaþjónustu. „Með stofnun Músík Express verður íslenskum tónlistarmönnum, á öllum sviðum tónlistar, gert auðveldara að koma sér á framfæri í útlöndum,“ segir ennfremur.

Samkeppnishæfni Íslands batnar

Ísland er nú í 30. sæti í samkeppnisvísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum. Í fyrra var landið í 31. sæti og færist það því upp um eitt sæti á listanum. Það er nokkur viðsnúningur frá síðasta ári þegar Ísland féll um sex sæti. Í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem er samstarfsaðili Alþjóðaefnahagsráðsins segir að samkeppnishæfnivísitalan byggi á opinberum upplýsingum og rannsókn sem gerð er meðal stjórnenda í atvinnulífi 130 þjóða.

Passat bíll ársins 2012

Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, tilkynnti um val á bíl ársins 2012 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands föstudaginn 2. sept 2011. Að þessu sinni var það Volkswagen Passat í metanútfærslu sem hlaut verðlaunin „Bíll ársins 2012". Volkswagen Passat fær því verðlaunagripinn Stálstýrið 2012.

Líkir gjaldeyrishöftunum við Íraksstríðið

Stjórnmálamenn, hagsmunasamtök og stjórnendur fyrirtækja eru á einu máli um að hægt sé að fara hraðar við afnám gjaldeyrishafta en nú er ráðgert. Einn kallar eftir nýrri áætlun um afnám haftanna, en annar líkir þeim við Íraksstríðið.

Selja skuldabréf fyrir 7,3 milljarða

Landsvirkjun undirritaði í dag samning um sölu á skuldabréfum til sjö ára að fjárhæð 63,2 milljónir Bandaríkjadollara eða að jafnvirði um 7,3 milljarðar króna. Skuldabréfin eru seld á 4,3% ávöxtunarkröfu. Vextir greiðast einu sinni á ári en höfuðstóllinn greiðist í einu lagi í lok lánstímans. Umsjónaraðili er Arctica Finance hf.

Rekstur Grindavíkur fer batnandi

Grindavíkurbær var rekinn með tæplega 84 milljón króna halla árið 2010 en þetta kemur fram í svari bæjarins við beiðni Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga.

Aldrei fleiri ferðamenn á landinu

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru tæplega 102 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu í ágúst síðastliðnum, eða um 12 þúsund fleiri en í sama mánuði á síðasta ári.

Afkoma Arion banka jákvæð um 10 milljarða

Afkoma Arion banka á fyrri helmingi ársins 2011 var jákvæð um 10,2 milljarða króna eftir skatta samanborið við 7,9 milljarða á fyrri helmingi ársins 2010. Er afkoman umfram áætlanir sem skýrist einkum af endurmati á útlánasafni bankans á fyrirtækjasviði. Arðsemi eigin fjár var 20,3% á ársgrundvelli.

Gengissigið virðist hafa stöðvast

Sig á gengi krónunnar sem staðið hefur yfir frá áramótum virðist nú hafa stöðvast, en krónan hefur styrkst lítið eitt síðustu sex vikurnar. Yfirmaður greiningardeildar býst við að gengið haldist nú stöðugt.

Hanna Birna fagnar áhuga Nubo

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að þeir sem vilji fjölga tækifærum í atvinnulífinu, og um land allt, hljóti að fagna áhuga öflugra og ábyrgra fjárfesta - hvaðan sem þeir koma.

Vöruskiptin hagstæð um tæpa þrettán milljarða í júlí

Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 54,9 milljarða króna og inn fyrir 42,1 milljarð króna. Vöruskiptin í júlí voru því hagstæð um 12,8 milljarða króna. Í júlí 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 4,2 milljarða króna á sama gengi. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Fyrstu sjö mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 339,9 milljarða króna en inn fyrir 285,9 milljarða. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 54,0 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 67,9 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 13,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

503 milljarðar afskrifaðir

Alls voru 503 milljarðar afskrifaðir á árunum 2009 til 2010, þar af tæplega 481 hjá fyrirtækjum og rúmlega 22 hjá einstaklingum.

Hlutabréf í Evrópu taka dýfu - hefur áhrif á Íslandi

Hlutabréfaverð í Evrópu tók enn aðra dýfuna og evran veiktist gagnvart dollaranum í morgun, en áhyggjur fjárfesta af því að evrópska skuldakrísan muni versna hafa verið að aukast samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka.

Framtakssjóður hagnaðist um tvo og hálfan milljarð

Framtakssjóður Íslands skilaði 2.540 milljónum króna í hagnað á fyrstu 6 mánuðum ársins 2011. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að hagnaðurinn skýrist af hækkun markaðsverðs eignarhlutar sjóðsins í Icelandair Group. Eigið fé sjóðsins við lok tímabilsins nam 20,9 milljörðum króna.

Slitastjórn Glitnis með í Iceland söluferli

Slitastjórn Glitnis ætlar að taka þátt í söluferlinu á Iceland verslunarkeðjunni í Bretlandi en ferlið hefst formlega nú í september. Landsbankinn á stærsta hlutann í keðjunni 67 prósent, en slitastjórn Glitnis á tíu prósenta hlut. Reuters fréttastofan hefur eftir forsvarsmanni slitastjórnarinnar að hlutur Glitnis verði boðinn til sölu um leið og hlutur Landsbankans. Salan er í höndum UBS og Merril Lynch en Malcolm Walker stofnandi keðjunnar sem á stóran hlut í Iceland hefur margsinnis lýst því yfir að hann vilji kaupa allan hlut íslensku bankanna. Þá renna fjölmargar aðrar verslunarkeðjur hýru auga til Iceland.

Alger óvissa um afdrif Icesave

Óvissa ríkir enn um afdrif Icesave málsins þrátt fyrir að eignir þrotabús gamla Landsbankans dugi fyrir öllum forgangskröfum á bankann og gott betur samkvæmt nýjasta endurmati á eignasafni hans. Ekki er enn vitað hvort Hollendingar og Bretar höfði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu falli úrskurður EFTA dómstólsins þeim í hag.

Segja viðbrögðin við Kínverjanum bera vott um kaldastríðshugsun

Alþjóðlega umræðan sem fyrirhuguð viðskipti Nubos á Íslandi hefur vakið upp bendir til þess að Kínverjar eigi langt í land með að ná fótfestu á alheimsmörkuðum. Þetta er í það minnsta álit kínverska blaðsins China Daily sem kemur fram í grein á vef blaðsins undir yfirskriftinni Kaldastríðsháttur að baki samsæriskenningum um kínversk utanríkisviðskipti. Blaðið segir að þeir þröskuldar sem Kínverjar standi frammi fyrir verði hugsanlega ekki auðveldlega yfirstignir og minni fólk á að það eru skýr skil á milli austurs og vesturs.

Perlan auglýst til sölu

Perlan er auglýst til sölu í dagblöðum í dag, en fyrirhuguð sala eignarinnar er hluti af aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur til að koma fjárhag fyrirtækisins í lag. Áætlunin felur í sér sölu á eignum Orkuveitunnar sem ekki eru nauðsynlegar kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Orkuveitan hefur þegar selt nokkuð af eignum, en auk Perlunnar verða Hvammur og Hvammsvík, Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal og Hótel Hengill öll á söluskrá í september. Tilboðsfrestur í Perluna rennur út 18. október næstkomandi og eftir þann tíma verður tekin afstoða til framkominna kauptilboða.

Forsetinn fagnar áhuga kínverska auðjöfursins

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar áhuga kínverska auðjöfursins Nubos á fjárfestingum á Íslandi. Sem kunnugt er vill Nubo kaupa jörð á Grímsá á Fjöllum og fjárfesta í ferðaþjónustu þar. Forseti Íslands segir þetta til marks um blómstrandi samskipti Íslands við Kína. Evrópa og Bandaríkin hafi hins vegar hundsað Ísland þegar fjármálakreppan skall sem harðast á Íslandi fyrir þremur árum.

Segja forsætisráðherra fara með rangt mál

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í ræðu á Alþingi í dag að hlutur launa í landsframleiðslu hafi aldrei verið lægri en nú eða um 59% samanborið við yfir 72% árið 2007.

Sjá næstu 50 fréttir